
Eitthvað ferskt, hollt og gott! Leitaðu ekki lengra, þessi ídýfa er dásamlega ljúffeng og klárlega einn hollari kosturinn í lífinu!

Það tekur enga stund að gera þessa ídýfu og það er svo brakandi ferskt og gott að hafa granateplafræin ofan á, namm!

Jógúrtídýfa
- 300 g grísk jógúrt
- 2 hvítlauksrif (rifin)
- 1 tsk. sítrónusafi
- 2 msk. virgin ólífuolía
- ½ tsk. salt
- ½ tsk. hvítlauksduft
- ½ tsk. pipar
- Agúrka (um 5 cm biti + meira til að dýfa í ídýfuna sjálfa)
- ½ granatepli (fræin)
- Kóríander
- Frækex frá Frón
- Pískið gríska jógúrt, hvítlauk, sítrónusafa, ólífuolíu og krydd saman.
- Hreinsið fræin úr agúrkunni (5 cm) og saxið hana síðan smátt niður og hrærið saman við jógúrtblönduna.
- Setjið í fallega skál og toppið með granateplafræjum og ferskum króríander.
- Berið fram með frækexi og agúrkustrimlum.

Mmmm……
