Sriracha ídýfa með hollustusnakki



⌑ Samstarf ⌑
Hollustu snarl

Sumarið kom í dag, ég er ekki að grínast…síðan bara spurning hvort það verði farið aftur á morgun eða ekki en það er nú önnur saga, hahaha! Hér er á ferðinni ídýfa sem hentar sko vel á pallinn eða partýið, brakandi fersk og er klárlega í hollari kantinum!

Snakk og grænmeti með ídýfu

Ég er með algjört æði fyrir nýja Finn Crisp snakkinu og sit stundum hér að vinna og klára heilan poka áður en ég veit af, hahaha! Að hafa það í bland við grænmeti við holla ídýfu er fullkomin blanda og þessi verður klárlega útbúin reglulega hér á næstunni.

Góð ídýfa í hollari kantinum

Sriracha ídýfa með hollustusnakki

  • 350 g grísk jógúrt
  • 1 msk. Sriracha sósa
  • 1 tsk. hvítlauksduft
  • ¼ tsk. pipar
  • ½ tsk. salt
  • 1 msk. limesafi
  • Finn Crisp Creamy Ranch snakk
  • Niðurskornar gulrætur, paprika og agúrka
  1. Hrærið öllu nema snakki og grænmeti saman í skál.
  2. Kælið ídýfuna fram að notkun og njótið með snakki og grænmeti.
Finn Crisp hollustusnakk og ídýfa

Það þarf sko sannarlega ekki að vera flókið til að slá í gegn og þessi hérna samsetning er einmitt ein slík!

Holl ídýfa og snakk

Ég mæli sannarlega með því að þið prófið þessa dásemd sem fyrst!

Snakk og ídýfa

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun