Partý kókosbollur



⌑ Samstarf ⌑
Eggjahvítufrosting kókosbollur

Á dögunum útbjó ég heimagerðar kókosbollur sem hafa notið mikilla vinsælda. Ég ákvað því að leika mér aðeins með þá uppskrift fyrir afmæli dóttur minnar í síðustu viku og hér kemur því önnur útfærsla fyrir ykkur.

Heimagerðar kókosbollur

Það er ofureinfalt að útbúa þessar kókosbollur heima en lykilatriði er að frysta þær aðeins áður en þeim er dýft í súkkulaðið.

Veisluhugmyndir smáréttir

Partý kókosbollur

Um 15 stykki

  • 1 poki Dr.Oetker flødebolleskum
  • 100 ml sjóðandi vatn
  • 2 tsk. vanilludropar
  • Nokkrir dropar af bleikum matarlit frá Dr.Oetker
  • 15 stykki Póló kex frá Frón
  • 400 g suðusúkkulaði
  • 2 msk. ljós matarolía
  • Kökuskraut
  1. Setjið flødebolleskum í stóra skál og hellið sjóðandi vatni og vanilludropum saman við.
  2. Þeytið í 3-4 mínútur eða þar til topparnir halda sér vel (eru stífþeyttir).
  3. Bætið matarlitnum við og þeytið aðeins áfram.
  4. Notið stóran stjörnustút og sprautupoka til að sprauta vænum toppi á hvert kex (ég fór um 3 hringi upp með 1,5 cm breiðum hringlaga stút).
  5. Frystið í um klukkustund.
  6. Bræðið súkkulaðið og hrærið olíunni síðan vel saman við, notist við djúpa og granna skál.
  7. Takið síðan eina kókosbollu úr frystinum í senn, dýfið henni á kaf í súkkulaði, hristið það aðeins af og leggið á bökunarpappír.
  8. Áður en súkkulaðið storknar alveg má skreyta með kökuskrauti.
Flodebolleskum frá Dr. Oetker og Póló kex frá Frón gera kókosbollur

Hér fyrir neðan sjáið þið sömu uppskrift nema þar notaði ég annan stút til að sprauta toppana og litaði ekki kókosbollufrauðið að innan, hafði það bara hvítt. Það er því sannarlega hægt að leika sér með liti og kökuskraut að vild. Einnig væri hægt að nota litað súkkulaði til að dýfa í.

Bollurnar geymast síðan vel í kæli í nokkra daga svo það er hægt að útbúa þessi krúttheit með smá fyrirvara og hafa síðan á veisluborðinu.

Pinnamatur á hlaðborð hugmyndir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun