
Hrekkjavakan er framundan og hér kemur skemmtileg útfærsla af draugaköku sem allir ættu að geta gert!

Draugakaka
Kökubotnar
- 1 x Betty Crocker Devils Food Cake Mix
- 3 egg
- 125 ml Isio4 matarolía
- 250 ml vatn
- 3 msk. bökunarkakó
- 1 pk. Royal súkkulaðibúðingur
- Hitið ofninn í 160°C og spreyið 3 x 15 cm kökuform vel að innan með matarolíuspreyi.
- Blandið saman eggjum, vatni og olíu og setjið því næst kökuduftið og bökunarkakóið saman við. Hrærið í um 2 mínútur og skafið niður á milli.
- Bætið í lokin búðingsduftinu saman við og hrærið stutta stund áfram.
- Skiptið niður í formin og bakið í um 25 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út.
- Kælið botnana og skerið aðeins ofan af þeim til að jafna þá.
Krem
- 3 x dós af Betty Crocker Vanilla Frosting
- 300 g flórsykur
- Appelsínugulur og svartur matarlitur
- Hrærið saman kremi og flórsykri þar til það verður slétt og fínt, skafið niður á milli.
- Setjið vel af appelsínugulum matarlit saman við og skafið aftur niður á milli.
- Smyrjið næst um 1 cm þykku lagi af kremi á milli botnanna og hjúpið alla kökuna með þunnu lagi af kremi, setjið í kæli í um 15 mínútur.
- Hrærið þá upp í kreminu og setjið annað lag yfir hana alla og sléttið úr með kökuspaða eins og unnt er.
- Setjið svartan matarlit í litla skál og finnið til lítinn pensil. Frussið því næst matarlit á kökuna eins og þið viljið. Best er að gera þetta úti þar sem matarlitur á það til að frussast í allar áttir!
Draugar
- 2 eggjahvítur
- 170 g sykur
- 30 ml vatn
- ½ tsk. Cream of tartar
- Lakkrískurl
- Pískið saman eggjahvítur, sykur, vatn og Cream of tartar í skál.
- Setjið skálina yfir pott með sjóðandi vatni og hrærið í þar til þið finnið að sykurinn er orðinn uppleystur og blandan orðin volg, færið hana þá yfir í hrærivélarskálina (eða þeytið með handþeytara).
- Þeytið á hæsta hraða þar til stífir toppar myndast (um 10-12 mínútur í hrærivél).
- Setjið í stóran sprautupoka með hringlaga stút sem er um 2 cm í þvermál. Sprautið drauga á topp kökunnar og stingið jafnóðum lakkrísaugum í hvern draug, gott að nota litla töng (flísatöng).

Hér einfaldar Betty lífið eins og svo oft áður og útkoman var ljúffeng og skemmtileg!

Isio4 matarolían hentar afar vel í bakstur og hef ég notað hana um árabil.

Draugarnir setja skemmtilegan svip á kökuna og svo er frosting kremið líka einstaklega gott!
