Einföld skúffukaka⌑ Samstarf ⌑
Skúffukaka uppskrift

Góð skúffukaka er algjör klassík! Það má síðan sannarlega skreyta hana eftir tilefni og nú þegar Hrekkjavakan nálgast var gaman að leika sér með beinagrindahlaup og Oreo til að búa til „mold“ yfir kremið.

Skúffukaka með hlaupi

Þessi kaka er hrikalega djúsí og góð og kremið, maður minn!

Góð skúffukaka uppskrift

Einföld skúffukaka

Skúffukaka uppskrift

 • 250 g hveiti
 • 130 g Cadbury bökunarkakó
 • 290 g sykur
 • 100 g púðursykur
 • 1 ½ tsk. lyftiduft
 • 1 ½ tsk. matarsódi
 • ¾ tsk. salt
 • 290 ml súrmjólk
 • 220 ml ljós matarolía
 • 3 egg
 • 2 tsk. vanilludropar
 • 290 ml sjóðandi vatn
 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Blandið öllum þurrefnum saman í hrærivélarskálina.
 3. Pískið næst saman súrmjólk, matarolíu, egg og vanilludropa í annarri skál og hellið síðan vatninu saman við og pískið áfram.
 4. Hellið súrmjólkurblöndunni saman við þurrefnin og hrærið saman á lágum hraða, skafið niður á milli og hrærið þar til vel blandað. Deigið er frekar þunnt og þannig á það að vera.
 5. Smyrjið skúffukökuform vel að innan og hellið deiginu í formið.
 6. Bakið í um 35-40 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á endanum en ekki blautu deigi.
 7. Kælið kökuna alveg áður en þið setjið kremið á.

Krem uppskrift

 • 320 g smjör við stofuhita
 • 300 g flórsykur
 • 70 g Cadbury bökunarkakó
 • 140 g brætt suðusúkkulaði
 • 2 tsk. vanilludropar
 • 3 msk. uppáhellt kaffi
 • ¼ tsk. salt
 • Þeytið smjörið þar til létt og ljóst, skafið niður á milli.
 • Bætið flórsykri og bökunarkakó næst saman við í nokkrum skömmtum og þeytið aðeins áfram.
 • Bætið nú öðrum hráefnum saman við, þeytið vel og skafið niður á milli.
 • Smyrjið kreminu jafnt yfir kökuna áður en þið skreytið.

Skraut

 • 8 Oreokökur, muldar í blandara
 • 5 pokar BUBS hlaup að eigin vali
 1. Dreifið út Oreoduftinu yfir kremið og raðið síðan BUBS um alla köku.
Skalle nammikaka

Skalle er eitt uppáhalds nammi stelpnanna minna svo þeim leiddist alls ekki þessi kaka!

Hrekkjavökukaka eða afmæliskaka

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun