Mexíkóskur partýplatti



⌑ Samstarf ⌑
Bakaðar vefjur með kjúklingi

Hér er á ferðinni ofurgóðar mini vefjur, taquidos, flautas….eða hvað sem við viljum kalla þær, með ýmiss konar meðlæti!

Taquidos mini uppskrift

Þetta er hinn fullkomni partýmatur sem og kvöldverður, bara eftir því hvað hentar best!

Mexíkóskur partýplatti

Litlar vefjur

30 stykki

  • 30 litlar tortilla kökur
  • 2 kjúklingabringur (eldaðar og tættar)
  • 1 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 150 g gular baunir
  • 250 g salsa sósa
  • 100 g sýrður rjómi frá Gott í matinn
  • 150 g mexíkósk ostablanda frá Gott í matinn
  • 50 g brætt smjör
  • Ólífuolía til steikingar
  • 2 msk. tacokryddblanda
  • Salt og pipar
  1. Eldið bringurnar og tætið niður. Það má einnig tæta niður heilan grillaðan kjúkling að hluta til.
  2. Hitið ofninn í 200°C og setjið bökunarpappír í botninn á ofnskúffu, hafið tilbúna.
  3. Saxið lauk og hvítlauk smátt niður og steikið upp úr ólífuolíu þar til mýkist, kryddið með salti og pipar eftir smekk.
  4. Bætið þá gulum baunum, rifnum kjúklingi, tacokryddi, salsa sósu og sýrðum rjóma saman við og blandið með sleif.
  5. Slökkvið á hellunni, hrærið mexíkósku ostablöndunni saman við og skiptið niður í tortillakökurnar.
  6. Rúllið þétt upp og leggið samskeytin niður í ofnskúffuna. Penslið með bræddu smjöri.
  7. Bakið í 10-12 mínútur eða þar til vefjurnar fara að dökkna aðeins í endunum.
  8. Berið fram með fersku guacamole, ostasósu og nachosflögum.
guacamole uppskrift

Guacamole

  • 3 lítil avókadó úr neti (eða 1-2 stærri)
  • 1 stór tómatur
  • 1 msk. lime safi
  • 1 msk. saxað kóríander
  • ½ tsk. salt
  • ½ tsk. pipar
  1. Stappið avókadó og saxið tómatinn smátt.
  2. Blandið öllu varlega saman við í skál með sleikju, smakkið til með salti og pipar.
ostasósa mexíkó

Ostasósa

  • 40 g smjör
  • 20 g hveiti
  • 300 ml nýmjólk
  • 150 g Mexíkósk ostablanda frá Gott í matinn
  1. Bræðið smjörið og pískið hveitið saman við, leyfið að bubbla örlitla stund.
  2. Hellið þá mjólkinni saman við og pískið vel áfram.
  3. Þegar blandan hefur náð suðu má slökkva á hellunni og píska ostinn saman við, eina lúku í senn.
  4. Njótið með stökkum nachos flögum.
Mexíkósk ostablanda frá MS

Þessi ostur er æðislegur, bragðgóður og sterkur og hentar vel í ýmiss konar matargerð. Ég hlakka til að prófa frekari uppskriftir með honum!

Mexíkóskar uppskriftir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun