Ég fór í Fjarðarkaup í dag og þar voru heilsudagar í gangi. Ósjálfrátt var ég búin að setja alls konar hollustu í körfuna og varð auðvitað að útbúa eitthvað hollt og gott í framhaldinu fyrir ykkur!

Þið getið notað hvernig gríska jógúrt sem þið viljið. Ég notaði kókos og vanillu í bland að þessu sinni en það má vel nota hreint eða það sem ykkur þykir best.

Grísk jógúrtskál með próteintoppi
4 skálar/glös
- 700 g grísk jógúrt að eigin vali
- 2 bananar
- 250 g bláber
- 3 Nature Valley próteinstykki með hnetusmjöri og súkkulaði
- 4 msk Til hamingju graskersfræ
- Hunang
- Möndlusmjör
- Setjið um 2 kúfaðar matskeiðar af jógúrti í botninn á glasi/skál.
- Skerið banana og próteinstykki niður í bita og setjið helminginn yfir jógúrtið ásamt helmingnum af bláberjunum, graskersfræjunum og smá hunangi og möndlusmjöri.
- Endurtakið svo úr verða tvö lög og njótið.

Með því að toppa grísku jógúrtskálina með Nature Valley próteinstykki laumum við inn próteinum sem ekki myndu fást með granóla og svo er þetta bara svo svakalega gott!

Yum, yum, yum!

Þetta var svoooo gott og auðvitað hægt að leika sér með ávexti og annað líkt og með jógúrt!
