Tvöfaldur hamborgari með eggi og beikoni⌑ Samstarf ⌑
tvöfaldur hamborgari

Hamborgarar eru alltaf klassík. Ég veit ekki af hverju ég hef ekki gert hamborgara með eggi og beikoni hér heima áður en það er ótrúlega gott! Þetta eru auðvitað engin stjarnvísindi en alltaf gaman að koma með nýjar hugmyndir af samsetningu á hamborgara.

hamborgari uppskrift

Tvöfaldur hamborgari með beikoni og eggi

Uppskrift miðast við 4 hamborgara

 • 4 x hamborgarabrauð (brioche)
 • 8 x 90 g hamborgarabuff
 • 8 ostsneiðar
 • 12 beikonsneiðar
 • 4 egg
 • Sultaður laukur
 • 4 x buff tómatsneiðar
 • Kál
 • Hamborgarakrydd
 • Smjör og matarolía
 • Heinz Burger Sauce
 1. Steikið beikon þar til það er stökkt.
 2. Steikið og kryddið hamborgarana (eða grillið) og setjið ostinn á í lokin, hitið brauðin.
 3. Steikið eggin í smjöri þar til þau eru eins og þið viljið hafa þau og raðið síðan öllu saman; Brauð, Heinz Burger Sauce, kál, tómatur, kjöt, sultaður rauðlaukur, kjöt, beikon, egg, meiri Heinz Burger Sauce.
Hamborgarasósa

Heinz Burger sósan er virkilega góð hamborgarasósa. Það er dill í henni svo hún er aðeins öðruvísi en þær sem við eigum að venjast en sannarlega góð og ljúffeng tilbreyting.

Hamborgari

Nammi namm!

hamborgari með eggi og beikoni

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun