Big Mac Tacos⌑ Samstarf ⌑
Big Mac taco recipe

Já, já, já!!! Ég lét til leiðast! Eftir að hafa horft á þetta á TikTok og video af þessari samsetningu um allt internetið undanfarnar vikur og spá í því hvort þetta sé í alvörunni eins gott og fólk vill meina, ákvað ég að ég yrði bara að prófa til að vita! Því sé ég alls ekki eftir því almáttugur, þetta er geggjað og líka alls ekki flókið! Bara útbúa sósuna fyrst og þá er restin leikur einn!

Namm!

Big Mac taco uppskrift

Það er einfaldlega þannig að maður þarf að prófa sumar uppskriftir sem elta mann uppi á alnetinu!

Big Mac Taco video

Big Mac Tacos

Fyrir um 4 manns

 • 500 g nautahakk
 • 8 x mini tortilla kökur
 • 8 sneiðar Cheddar ostur
 • Iceberg salat
 • Súrar gúrkur í sneiðum
 • Big Mac sósa (sjá uppskrift að neðan)
 • Ólífuolía til steikingar
 • Steikarkrydd
 1. Útbúið Big Mac sósu og geymið í kæli.
 2. Skiptið hakkinu upp í 8 hluta og mótið kúlur.
 3. Skerið niður kál og súrar gúrkur.
 4. Takið hakk-kúlu og dreifið jafnt úr henni yfir tortilla köku, kryddið eftir smekk.
 5. Hitið ólífuolíu á pönnu, setjið hakkhliðina á tortillakökunni niður og steikið þar til hakkið eldast í gegn. Snúið þá við, setjið ostsneiðina ofan á og steikið áfram stutta stund. Gott er að setja lok/álpappír yfir í smá stund til að osturinn nái að bráðna áður en tortilla kakan steikist of mikið.
 6. Færið yfir á disk og toppið með káli, súrum gúrkum og Big Mac sósu!
 7. Njótið með frönskum eða piknik.

Big Mac sósa uppskrift

 • 150 g majónes
 • 2 msk. Heinz tómatsósa (50% less sugar)
 • 2 tsk. Heinz gult sinnep
 • 2 msk. fínt saxaðar súrar gúrkur
 • 1 msk. fínt saxaður laukur
 • ½ tsk. salt, paprikuduft, hvítlauksduft
 • ¼ tsk. pipar
 1. Hrærið öllu saman og geymið í kæli fram að notkun.
Tómatsósa

Þær eru mismunandi Big Mac sósurnar sem þið finnið á netinu en mín útfærsla er bæði með tómatsósu og sinnepi og ég er ekkert að grínast að þessi sósa er alveg eins og hjá McDon vini mínum!

Yellow mustard

Þið hreinilega verðið að prófa þessa uppskrift og láta mig vita hvað ykkur finnst, já og tagga mig á IG ef þið prófið!

Big Mac Taco sauce

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun