BBQ Chilli svínarif með sumarsalsa



⌑ Samstarf ⌑
Hvernig eldar maður rif heima?

Þrátt fyrir að veðrið þessa dagana minni fremur á haust en sumar víða á landinu má alltaf elda sumarlegan mat og fá með því sól í hjarta!

salsa með grillmat

Þessi réttur er sannarlega einn af þeim og þessi rif eru þau allra bestu!

svínarif

BBQ Chilli svínarif með sumarsalsa


Fyrir 4-6 manns

Svínarif uppskrift

  • 4 x heil óelduð svínarif
  • Steikarkrydd
  • 1 x stór steikarpoki (t.d kalkúna)
  • Heinz BBQ chilli sósa
  1. Hitið ofninn 150°C.
  2. Kryddið rifin vel beggja megin (ég notaði salt, pipar, papriku og Bezt á allt krydd í bland).
  3. Komið þeim fyrir í steikarpoka og lokið vel.
  4. Hægeldið rifin í pokunum í 1,5 klst, takið þau þá út, opnið pokann og leyfið hitanum aðeins að rjúka úr.
  5. Penslið örþunnu lagi af BBQ chilli sósu á rifin beggja megin og grillið á vel heitu grilli skamma stund (þetta gert til þess að fá stökka húð á kjötið).
  6. Takið af grillinu og penslið 1-2 x sósu á báðar hliðar að nýju, skerið niður, stráið smá sesamfræjum yfir til skrauts og berið fram með sumarsalsa. Einnig er gott að hafa franskar kartöflur með.

Sumarsalsa uppskrift

  • 1 x rauð paprika
  • 1 x appelsínugul paprika
  • 2 x ferskur maís
  • ¼ vorlaukur (saxaður smátt)
  • 3 x tómatur (kjarnhreinsaður og skorinn smátt niður)
  • 1 x avókadó (skorið í teninga)
  • ½ lime (safinn)
  • 2 msk. saxað kóríander
  1. Grillið paprikurnar í heilu lagi á meðalheitu grilli í 10-15 mínútur, snúið reglulega og leyfið þeim síðan að kólna niður.
  2. Takið maísinn úr hýðinu og sjóðið í um 5 mínútur, þerrið og grillið í nokkrar mínútur allan hringinn til að fá smá grilláferð á þá.
  3. Flettið síðan skinninu/ysta laginu af paprikunum af og takið kjarnann/steinana úr, skerið næst í litla bita.
  4. Skafið baunirnar af maísnum og bætið í skál með paprikunum.
  5. Setjið næst allt annað út í og blandið varlega saman, njótið með nýgrilluðum rifjum.
BBQ svínarif

Chilli BBQ sósan rífur örlítið í án þess að vera of sterk samt, aðallega virkilega ljúffeng bara myndi ég segja svo það er algjör óþarfi að spara hana!

sumarsalsa með grilluðu grænmeti

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun