Pylsur í brauði á teini



⌑ Samstarf ⌑
pylsur á teini

Ef þessi samsetning segir ekki S U M A R þá veit ég ekki hvað! Þetta er súpereinföld lausn á „Pigs in a blanket“ eins og Ameríkaninn myndi orða það! Snilld til að græja í útilegunni og slá í gegn hjá ungum sem öldnum!

deig utan um pylsur

Nammi, namm!

pylsur vafðar inn í deig og bakaðar

Pylsur í brauði á teini

30 einingar/15 prik

  • 10 stk pylsur
  • 1 x upprúllað, tilbúið pizzadeig
  • 1 x egg
  • 1 tsk. vatn
  • Sesamfræ
  • 15 grillprik
  • Heinz yellow mustard
  • Heinz tómatsósa (50% less sugar)
  1. Skerið hverja pylsu niður í 3 hluta svo úr verði 30 hlutar.
  2. Skerið granna þríhyrninga út úr pizzadeiginu. Breiðari endinn má vera jafn þykkur og pylsan og svo rúllið þið mjórri endanum hringinn.
  3. Þræðið pylsurnar með deiginu upp á grillprik, 2 einingar á hvert.
  4. Krumpið álpappír og leggið prikin með pylsunum ofan á hann.
  5. Penslið létt með pískuðu eggi + vatni og stráið sesamfræjum yfir.
  6. Grillið við óbeinan hita, um 200°C í 10-12 mínútur eða þar til deigið er farið að gyllast.
  7. Njótið með yellow mustard og tómatsósu!
yellow mustard

Tómatsósa + sinnep er síðan klassík til að dýfa þeim í!

tómatsósa

Ekki skemmir Heinz tómatsósan sem er með 50% minni sykri fyrir!

pylsur í deigi

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun