Matarmikil grænmetissúpa



⌑ Samstarf ⌑
Góð súpa uppskrift

Það er ekta súpuveður þessa dagana svo ég ákvað að prófa að gera einhverja gómsæta súpu á dögunum. Ég gerði eiginlega bara eitthvað út í loftið og útkoman varð stórkostleg, matarmikil og ljúffeng grænmetissúpa sem sannarlega verður útbúin aftur síðar á þessu heimili.

Good soup recipe

Það gerir mikið fyrir súpuna að toppa hana með brauðteningum og öðru góðgæti!

Grænmetissúpa uppskrift

Grænmetissúpa uppskrift

Fyrir 4-5 manns

  • 1 sæt kartafla (500-600 g)
  • 1 rauð paprika
  • 1 gul paprika
  • 4 gulrætur
  • 1 rauðlaukur
  • 2 hvítlaukar
  • 5 msk. Filippo Berio ólífuolía
  • 1200 ml vatn
  • 3 msk. Oscar grænmetiskraftur
  • 1 flaska Heinz chili sósa
  • Salt, pipar, paprikuduft
  • Sýrður rjómi
  • Brauðteningar
  • Ristuð graskersfræ
  • Ólífuolía
  1. Hitið ofninn í 190°C.
  2. Flysjið og skerið kartöfluna niður í teninga.
  3. Skerið paprikur niður í strimla, gulrætur í þunnar sneiðar og laukinn í stóra bita.
  4. Blandið 5 msk. af ólífuolíu, 1 tsk. af salti, 1 tsk. af paprikudufti og ½ tsk. af pipar saman við grænmetið og setjið það í bökunarskúffu.
  5. Takið ofan af báðum hvítlaukunum til að opna geirana, penslið sárið með olíu og leggið ofan á grænmetið.
  6. Bakið í um 40 mínútur eða þar til grænmetið mýkist og snúið nokkrum sinnum á meðan.
  7. Útbúið á meðan soðið með því að setja vatn og grænmetiskraft í pott.
  8. Þegar grænmetið er tilbúið má kreista hvítlauksgeirana upp úr hvítlauknum og henda utan af þeim.
  9. Setjið síðan allt grænmetið í blandara og um helminginn af soðinu, maukið.
  10. Hellið síðan maukinu í pottinn með restinni af soðinu, náið upp hitanum, bætið chili sósunni saman við og kryddið eftir smekk.
  11. Berið fram með sýrðum rjóma, brauðteningum, smá ólífuolíu og ristuðum graskersfræjum.
Heinz chilisósa í súpuna

Ég elska að nota þessa chili sósu í súpur!

Einföld og góð súpa uppskrift

Mmmm…..

Matarmikil súpa uppskrift

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun