
OREO passar svoooooo vel í sjeik, bragðaref, ís og allt þannig, ætla rétt að vona þið hafið prófað! Eins og svo oft áður leitaði hugurinn til Bandaríkjanna og þegar við bjuggum þar vorum við mikið að vinna með S’mores. S’mores er hafrakex með súkkulaði og sykurpúða á milli sem er grillað svo það bráðni, namm!

Hér er ég því búin að blanda S’mores hugmyndinni í sjeik og útkoman var hreint út sagt guðdómleg!

Oreo „S‘mores“ sjeik
Uppskrift dugar í um 3 glös
„S‘mores kantur“
- 4 stk. Lu Digestive kex
- Súkkulaðisósa
- Setjið kexið í blandarann þar til það verður duftkennt, hellið í skál.
- Hellið súkkulaðisósu í aðra skál.
- Dýfið kantinum á glasinu fyrst í súkkulaðisósuna og því næst í hafrakexið og reynið að þekja vel með kexi.
- Hellið smá súkkulaðisósu innan á glasið og leyfið að leka niður á meðan þið útbúið sjeikinn.
Oreosjeik uppskrift
- 6 Oreokökur
- 1 l vanilluís
- 300 ml nýmjólk
- 5 msk. súkkulaðisósa
- Setjið Oreokex í blandarann og myljið niður þar til duftkennt.
- Bætið ísnum í skálina ásamt mjólk og súkkulaðisósu.
- Blandið saman þar til kekkjalaust.
- Skiptið niður í glösin og setjið toppinn á.
Toppur
- Þeyttur rjómi
- Mini Oreokex
- Mini sykurpúðar
- Súkkulaðisósa
- Sprautið vel af þeyttum rjóma ofan á sjeikinn og setjið smá súkkulaðisósu yfir.
- Raðið síðan kexi og sykurpúðum ofan á rjómann.

Ég get lofað ykkur því að þessi sjeik mun slá í gegn, hvort sem hann er fyrir unga eða aldna!
