Kjúklingaréttur í ofni



⌑ Samstarf ⌑
Góður kjúklingaréttur

Hér er á ferðinni ekta hversdagsmatur sem allir í fjölskyldunni elska. Það er alltaf svo gott þegar hægt er að setja allt í eitt fat til að hita í ofni, þá er hægt að ganga frá og leggja á borð á meðan það eldast.

Einfaldur kjúklingaréttur í ofni

Það kom vel út að setja pasta í réttinn sjálfan í stað þess að sjóða það og bera fram til hliðar og þarf ég að vera duglegri að útbúa einfaldar hversdagsuppskriftir fyrir ykkur.

Kjúlli í ofni uppskrift

Kjúklingur, pasta og rjómasósa, namm!

Kjúklingaréttur í ofni

Kjúklingaréttur í ofni

  • 230 g Dececco farfalle pasta
  • 150 g beikon
  • 1 poki Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri (700 g)
  • 1 laukur
  • 3 hvítlauksrif
  • 1 dós kjúklingasúpa (295 g)
  • 500 ml matreiðslurjómi
  • 100 g Philadelphia rjómaostur
  • 1 msk. fljótandi Oscar kjúklingakraftur
  • 200 g rifinn cheddar ostur
  • 100 g rifinn gouda ostur
  • Ólífuolía til steikingar
  • Salt, pipar, paprikuduft
  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka á meðan annað er undirbúið.
  3. Klippið beikonið niður í litla bita og steikið upp úr ólífuolíu, geymið.
  4. Skerið næst kjúklinginn í bita, steikið upp úr ólífuolíu, kryddið með salti, pipar og paprikudufti, leggið til hliðar.
  5. Skerið niður lauk og hvítlauk, steikið þar til mýkist og kryddið með salti og pipar.
  6. Hellið þá kjúklingasúpu, matreiðslurjóma, rjómaosti og 100 g af cheddar osti á pönnuna og hrærið þar til bráðið.
  7. Bætið kjúkling og pasta saman við og hellið í eldfast mót.
  8. Stráið restinni af ostunum yfir ásamt beikoninu og bakið í um 20 mínútur.
Rose poultry kjúklingalæri í kjúklingaréttinn

Það gerði mikið fyrir þennan rétt að hafa beikonið ofan á svo ég mæli með að þið sleppið því ekki þó það sé auðvitað hægt.

Kjúklingaréttur góður

Mmmm…..

Hversdagsmatur uppskrift

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun