Humarsalat



⌑ Samstarf ⌑
Humarsalat

Hér er á ferðinni undursamlegt og sumarlegt salat með grilluðum humri! Við grilluðum þetta salat í hádeginu einn daginn í vikunni og það kláraðist upp til agna og við munum klárlega útbúa það aftur á næstunni.

Grillaður humar

Mmmm……klettasalat, jarðarber, mangó og furuhnetur eru ein besta salatblanda sem ég veit!

Grillað humarsalat

Humarsalat uppskrift

Léttur réttur eða forréttur fyrir 4-5 manns

Grillaður humar

  • Um 660 g skelflettur humar frá Sælkerafiski (2 pk)
  • 1/3 sítróna (safinn)
  • 2 msk. ólífuolía
  • 2 hvítlauksrif (rifin)
  • ½ tsk. salt
  • ½ tsk. hvítlauksduft
  • ¼ tsk. pipar
  1. Skolið og þerrið humarinn vel.
  2. Blandið öllu öðru saman í skál og leyfið humrinum síðan að marinerast í leginum í að minnsta kosti 3 klukkustundir eða yfir nótt.
  3. Raðið humri þétt upp á grillspjót og grillið á heitu grilli í um 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til humarinn er eldaður í gegn. Gott er að spreyja PAM matarolíuspreyi á grindina áður en þið leggið humarspjótin niður.
  4. Raðið humarspjótunum ofan á salatið og njótið með ísköldu Muga hvítvíni. Einnig mætti rista hvítlausbrauð með þessum rétti.

Salat og dressing

  • 1 poki klettasalat
  • ½ þroskað mangó
  • Um 6 stk. Driscolls jarðarber
  • Fetaostur eftir smekk
  • Ristaðar furuhnetur eftir smekk
  • Heinz hvítlausdressing á flösku
  1. Skerið niður mangó og jarðarber.
  2. Raðið öllu saman í skál og leggið humarspjótin yfir.
  3. Sprautið hvítlauksdressingu yfir allt.
Skelflettur humar frá Sælkerafiski

Það er ofureinfalt að útbúa grillspjótin með því að kaupa skelflettan humar!

Muga hvítvín með humrinum

Ískalt hvítvín fer síðan einstaklega vel með þessu dásamlega salati, mmmmmm!

Humarsalat og köld sósa

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun