Það þarf ekki alltaf að vera flókið til að hafa gaman í kökuskreytingum! Hér er búið að lita smjörkrem og nota svokallaðan „gras-stút“ til þess að sprauta hár á kökurnar og síðan eru augun keypt tilbúin og þeim stungið í.

Hversu krúttó!

Skrímslakökur
Bollakökur uppskrift
Um 24 stykki
- 490 g hveiti
- 330 g sykur
- 50 g bökunarkakó
- 2 tsk. matarsódi
- 2 tsk. lyftiduft
- ½ tsk. salt
- 500 ml AB mjólk (hrein)
- 250 ml ljós matarolía
- 4 egg
- 3 tsk. vanilludropar
- Hitið ofninn í 180°C.
- Blandið öllum þurrefnum saman í skál.
- Blandið öllum blautefnum saman í aðra skál/könnu.
- Hellið blautefnum síðan varlega saman við þurrefnin á lágum hraða í hrærivélarskálinni. Skafið niður á milli og skiptið síðan niður í bollakökuformin.
- Gott er að fylla 2/3 af formunum og baka í 18-20 mínútur, kælið áður en þið setjið kremið á.
Smjörkrem uppskrift
- 250 g smjör við stofuhita
- 1 poki Dr. Oetker smjörkremsgrunnur
- Dr. Oetker matarlitir
- Dr. Oetker sykuraugu
- Þeytið smjörið stutta stund og blandið næst smjörkremsgrunninum saman við í nokkrum skömmtum.
- Þeytið kremið síðan í nokkrar mínútur þar til það verður létt og ljóst og skiptið niður í skálar eftir því hversu marga liti þið ætlið að nota.
- Litið með Dr.Oetker matarlitum, setjið í sprautupoka með „gatastút/hárstút“ og sprautið óreglulega á kökurnar, toppið með sykuraugum.

Þetta er ótrúlega sniðugur poki! Þarna er búið að vigta flórsykur og önnur hráefni sem þarf til að útbúa smjörkrem svo eina sem þú þarf að hafa tilbúið er magnið af smjörinu og matarlitir!

Við mæðgur höfðum í það minnsta gaman af því að útbúa þessi litlu skrímsli.
