Sumarídýfa með tígrisrækjum



⌑ Samstarf ⌑
Rjómaostaídýfa

Það er alltaf svo gaman að prófa eitthvað „út í loftið“ eins og þessa ídýfu hér sem var alveg hreint dásamleg! Ég elska að grilla tígristækjuspjót með mangósalsa svo þetta er í raun sá réttur færður yfir á rjómaostabotn með Sriracha sósu, namm!

Nachos ídýfa með rjómaosti og grænmeti

Lukka vinkona kynnti mig fyrir ferskri nachos ídýfu sem er eitt það besta sem ég fæ og með því að setja rjómaostinn í botninn má eiginlega segja að þessu tvennu hafi verið blandað saman á fullkomin hátt!

rjómaostur í ídýfu með nachos

Sumarídýfa með tígrisrækjum

Grillaðar tígrisrækjur

  • Um 500 g tígrisrækjur frá Sælkerafiski
  • 200 ml Caj P hunangs grillolía
  • ½ lime (safinn)
  1. Affrystið rækjurnar, skolið og þerrið.
  2. Hrærið þeim saman við grillolíuna í skál, plastið og geymið í kæli í að minnsta kosti 2 klukkustundir (yfir nótt líka í lagi).
  3. Raðið rækjunum upp á grillspjót og grillið við háan hita í um 3 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær verða bleikar á litinn, þá eru þær tilbúnar. Gott er að spreyja grillið fyrst með PAM matarolíuspreyi til að rækjurnar festist síður við.
  4. Takið rækjurnar af grillpinnanum, kreistið lime yfir og leyfið þeim að kólna, skerið síðan niður í minni bita.

Botn

  • 800 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
  • 3 msk. Sriracha sósa
  • Smá Tabasco sósa ef þið viljið hafa þetta sterkara (má sleppa)
  1. Hrærið saman í hrærivél þar til ljósbleik og létt rjómaostablanda hefur myndast.
  2. Setjið blönduna í botninn á eldföstu móti, grunnri skál eða öðru og geymið í kæli á meðan annað er undirbúið.

Toppur og samsetning

  • 2 stk. avókadó
  • 1 box piccolo tómatar (um 200 g)
  • ½ rauðlaukur
  • 1 stk. mangó
  • 1 jalapeno
  • 1 búnt kóríander
  • Salt og pipar
  • Niðurskorin tígrisrækja
  1. Saxið laukinn niður og skerið allt annað niður í litla bita.
  2. Blandið varlega saman við með sleikju, saltið og piprið örlítið.
  3. Dreifið yfir rjómaostablönduna og njótið með stökkum nachos flögum.
philadelphia rjómaostur í ídýfuna

Nammi, nammi, namm!

Nachos ídýfa með rjómaosti

Þessi er fersk og góð og virkilega gott að finna grillbragðið af rækjunum!

ídýfa með tígrisrækjum og rjómaosti

Færsla þessi er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun