Það þarf sannarlega ekki alltaf að vera flókið til að vera gott. Ég elska að grípa tilbúið pönnukökumix frá Kötlu þegar ég hef ekki tíma eða nennu til að hræra í deig sjálf. Ég bæti alltaf smá vanilludropum frá þeim líka saman við og útkoman hefur aldrei klikkað.

Hér er því útfærsla af amerískum pönnsum með einföldu meðlæti sem hentar fullkomlega fyrir brönsinn.

Fljótlegur bröns
Fyrir um 4 manns
Amerískar pönnukökur
- 1 flaska pönnukökuduft frá Kötlu
- 350 ml nýmjólk
- 3 tsk. vanilludropar frá Kötlu
- Súkkulaðismjör
- Jarðarber
- Hristið allt vel saman í flöskunni.
- Leyfið að standa á borðinu örfáar mínútur og hristið upp aftur.
- Steikið á fremur heitri pönnukökupönnu þar til deigið fer aðeins að „bubbla“, snúið þá við og steikið stutta stund á hinni hliðinni.
- Setjið súkkulaðismjör yfir kökurnar ásamt jarðarberjum.
Jógúrtglös
- Um 400 g grísk jógúrt (100 g í hvert glas/krús)
- Granóla að eigin vali
- Smá saxað suðusúkkulaði
- Bláber og jarðarber
Eggjahræra með sesam
- 8 egg
- Salt
- Sesamgaldur
- Ólífuolía til steikingar
- Pískið eggin saman í skál, steikið upp úr ólífuolíu og saltið örlítið.
- Stráið sesamgaldri (krydd frá Pottagöldrum) yfir eggin.
Annað meðlæti
- 1 pakki (um 300 g) beikon, stökkt
- Appelsínudjús

Það er svo þægilegt að geta gripið svona flösku með sér heim, í bústaðinn eða í útileguna!

Grísk jógúrt, granóla og ávextir, namm!

Það er síðan snilld að setja sesamgaldur yfir hrærð egg, er með algjört æði fyrir því þessa dagana.
