Súkkulaði ískaffi



⌑ Samstarf ⌑
ískaffi uppskrift

Hér er á ferðinni ótrúlega gott ískaffi með súkkulaðibragði. Það er gaman að prófa sig áfram með kalda kaffidrykki nú þegar sumarið nálgast. Þessi hér er mjög einfaldur og góður um leið og hann er fallegur og fágaður!

kaldir kaffidrykkir hugmyndir

Ég var svolítið sein á kaffifroðuvagninn en þetta er hin mesta snilld og mjög einfalt að útbúa!

kalt ískaffi um sumar með kaffifroðu

Súkkulaði ískaffi

Uppskrift dugar í um 2 glös

  • 150 ml G-mjólk
  • 150 ml Hleðsla með súkkulaðibragði
  • Klakar
  • Kaffifroða (sjá uppskrift hér að neðan)
  • Bökunarkakó
  1. Hrærið saman G-mjólk og Hleðslu.
  2. Hálffyllið glas með klökum og skiptið blöndunni niður í glösin.
  3. Toppið með kaffifroðu og stráið smá bökunarkakó yfir.
  4. Hrærið síðan öllu saman og njótið.

Kaffifroða uppskrift

  • 2 msk. skyndikaffi (Nescafé)
  • 2 msk. sykur
  • 2 msk. sjóðandi vatn
  1. Þeytið allt saman þar til létt og ljós kaffifroða hefur myndast. Áferðin á að minna á þeyttan rjóma.
Kaffifroða og ískaffi

Mmmm…..þessi drykkur er eitthvað sem allir verða að prófa í sumar!

kaldurkaffidrykkur með kaffifroðu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun