BBQ borgarar



⌑ Samstarf ⌑
BBQ borgari uppskrift

Sumarið er sannarlega tíminn til að grilla. Við grípum oft í hamborgara því það er svo fljótlegt og gott. Það má hins vegar grilla hamborgara á ýmsa vegu og hér kemur ein undursamleg BBQ útfærsla fyrir ykkur sem er súpereinföld og bragðgóð!

Hamborgari með bbq og útileguglös

Þetta er ekta útilegugrill líka þar sem það eru tilbúnar „franskar“ úr dós, lauksnakk og grillaðar pylsur til að narta í með borgurunum.

Trébretti og pylsur
Stuff Tapas bakki frá Húsgagnahöllinni

Það er síðan mjög gott að hafa BBQ sósu í lítilli skál til að dýfa pylsunum í!

Broste
Lítil hliðarskál úr nýju línunni frá Broste frá Húsgagnahöllinni

Mmm…..

Góður grillaður hamborgari

BBQ borgarar

Fyrir 4 manns

  • 4 x 170 g hamborgari
  • 4 x hamborgarabrauð
  • Hamborgarakrydd
  • Heinz Sweet BBQ sósa
  • 8 sneiðar af osti
  • Kál
  • Buff tómatar
  • Rauðlaukur
  • Steiktur laukur
  • Pikknikk kartöflusnakk
  • Pepperonipylsur
  1. Skerið niður tómata, lauk og kál, geymið.
  2. Grillið hamborgarana á vel heitu grilli, kryddið og penslið með bbq sósu eftir smekk.
  3. Setjið 2 ostsneiðar á hvern hamborgara rétt í lokin og hitið brauðin á grillinu.
  4. Raðið saman því sem þið óskið á hamborgarann, setjið enn meiri bbq sósu yfir allt saman og berið fram með grilluðum pepperonipylsum, pikknikk og steiktum lauk. Einnig er gott að setja steikta laukinn á milli með grænmetinu.
Besta BBQ sósan er Heinz sweet bbq

Heinz Sweet bbq sósan er klárlega mín uppáhalds bbq sósa!

Grillaðir hamborgarar með bbq

Einfalt og um leið svo gott!

hamburger

Það er gaman að bera góðan grillmat fram á fallegum bökkum og þessi Tapasbretti frá Stuff eru undurfalleg.

úti borðbúnaður og útiglös

Það er síðan komið svo mikið úrval af sniðugum úti borðbúnaði eins og frá Diamond Cut línunni frá Húsgagnahöllinni. Þá þarf ekkert að hafa áhyggjur af því að neitt brotni og sniðugt að taka með í ferðalag.

Flott trébretti frá Stuff

Fallegt….

BBQ hamborgari

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun