Einsi kaldi 2022Túnfiskur í Vestmannaeyjum

Það er svo gaman að ferðast um landið okkar og heimsækja góða veitingastaði. Einsi kaldi í Vestmannaeyjum er sannarlega einn af þeim! Við fjölskyldan heimsóttum þann frábæra stað haustið 2019 og var það einn af fyrstu veitingastöðunum sem ég fjallaði um hér á síðunni. Það er því vel við hæfi að skrifa aftur um þennan dásamlega stað því matseðilinn er nú allt annar og veitingastaðnum verið breytt úr „fine dining“ í töff og meira casual veitingastað!

Einsi kaldi veitingastaður í Vestmannaeyjum

Ég var staðráðin í að koma þangað aftur síðar og nú fór ég þangað með vinkonum mínum! Við fórum í húsmæðraorlof til Eyja og þetta var smá eins og að fara til útlanda og kvöldið okkar á Einsa kalda stóð klárlega upp úr! Við leyfðum Einsa að koma okkur á óvart með matseðil kvöldsins og sjáum sko ekki eftir því!

Kokteilar í Vestmannaeyjum

Við byrjuðum að sjálfsögðu á því að fá okkur kokteila og almáttugur þessi „Passion Fruit Mojito“ var eitthvað annað!!!

Humar í Vestmannaeyjum á Einsa kalda

Fyrsti rétturinn var síðan Humar lava-style með söli, ristuðum hvítlauk, yuzu-majó og súraldin! Sjúklega gott og síðan líka bara svo töff! Ég meina, hver vill ekki geta fengið sér humar-hraunmola á miðri eldfjallaeyju!

Góðir veitingastaðir á Íslandi

Næst komu Blómkáls buffalo „vængir“ sem voru alveg undursamlegir.

Túnfiskur í Vestmannaeyjum

Þar á eftir kom Túnfiskur tataki með teriyaki, skrautrófu, ætisþistlum og sprettum frá Aldingróðri. Það er einmitt gaman að segja frá því að við heimsóttum gróðurhúsið hjá Aldingróðri í þessari ferð og fengum að vita allt um það hvernig þessar fallegu sprettur eru ræktaðar. Það er síðan svo fallegt að skreyta mat með þeim á þennan hátt!
Þessi túnfiskur var hins vegar á næsta „leveli“ þegar kemur að forréttum og þið eiginlega getið ekki farið á Einsa kalda nema smakka þennan rétt!

Góð steik í Vestmannaeyjum

Í aðalrétt kom síðan Lambakóróna með kartöflusmælki, aspas, edamame, gulrótum, paprikumauki og bernaise sósu, NAMM!

Veitingastaðir á Suðurlandi

Við fengum okkur síðan nokkra eftirrétti saman og deildum. Skyrbúðingur og bláber, Kleinuhringur Créme Brulée og Súkkulaðikúla með hvítsúkkulaðimús var það sem varð fyrir valinu og var hvert öðru betra.

Veitingastaðir í Vestmannaeyjum

Eftir matinn var það síðan Baileys expresso martini sem var alveg hrikalega góður. Þarf klárlega að prófa mig áfram í þeim efnum og gefa ykkur uppskrift af svona drykk hingað á bloggið!

Einsi kaldi veitingastaður í Vestmannaeyjum

Staðurinn er svo kósý og flottur og gott að sitja þarna og hafa það huggulegt. Ég þarf klárlega að gera mér ferð aftur til Eyja fljótlega til þess að prófa fleiri rétti á þessum matseðli!

Hér getið þið síðan skoðað matseðilinn í heild sinni!

Hér má síðan sjá ýmiss konar myndir og myndbönd úr ferðinni í Highlights á Instagram!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun