Toblerone ostakaka í glasi⌑ Samstarf ⌑
Toblerone ostakaka í glasi

Eftirréttir í glösum eru eitthvað sem ég fæ aldrei nóg af! Það er svo gaman þegar hver og einn getur fengið sinn eigin eftirrétt og slíkt á nú sérlega vel við núna á Covid tímum!

Ostakaka í glasi með súkkulaði

Þessa uppskrift útbjó ég á dögunum fyrir Gerum daginn girnilegan og hér fyrir neðan sjáið þið uppskriftamyndband sem við unnum saman.

Toblerone ostakaka uppskrift

Uppskrift dugar í um 8 glös

Ostakaka uppskrift

 • 400 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 • 130 g sykur
 • 2 msk. Cadbury bökunarkakó
 • 210 g brætt Toblerone
 • 2 tsk. vanilludropar
 • 250 g þeyttur rjómi
 1. Bræðið Toblerone og leggið til hliðar.
 2. Þeytið saman rjómaost og sykur.
 3. Bætið bökunarkakói saman við og því næst bræddu Toblerone ásamt vanilludropum og blandið létt saman.
 4. Að lokum má vefja þeytta rjómanum varlega saman við blönduna og setja hana í sprautupoka/zip lock poka.

Önnur hráefni

 • 500 ml þeyttur rjómi
 • 8 Oreo kexkökur (muldar)
 • 60 g saxað Toblerone til skrauts
 • Niðursoðin kirsuber til skrauts

Samsetning

 1. Setjið smá ostakökublöndu í botninn.
 2. Næst má setja rjómalag, síðan kúfaða matskeið af Oreo mulningi.
 3. Endurtakið nema í stað Oreo mulnings má setja saxað Toblerone og kirsuber á toppinn.
Toblerone ostakaka

Það er bara þannig með Toblerone að allt verður gott sem það er sett í, ég get svo svarið það!

Toblerone ostakaka

Toblerone í bland við Oreo er síðan hin fullkomna tvenna.

Súkkulaði ostakaka í glasi

Megið endilega líka fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun