Hátíðarhringur⌑ Samstarf ⌑
Innbakað brie með trönuberjasultu

Bakaður ostur…..já þið vitið hvað mér finnst um svoleiðis dásemdir! Hvað þá innbakaður ostur, þetta er svona næsta „level“ þegar það kemur að því að baka osta í ofni. Það er einmitt raunin með þessa uppskrift hér en það eru líka að koma jól og það má alveg fara á næsta „level“ með allt!

Bakað brie með trönuberjasultu og pekanhnetum

Vinkonur mínar hjá Gott í matinn sendu mér video frá Tasty og spurðu hvort ég gæti gert eitthvað svipað fyrir þær í desember. Ég hélt það nú og útfærði þessa hugmynd eftir minni hentisemi og hér er hún komin fyrir ykkur að njóta.

Bakaður ostur með hátíðlegu ívafi

Hátíðarhringur uppskrift

 • 8 plötur af frosnu smjördeigi (tæpir 2 kassar)
 • Trönuberjasulta
 • 50 g saxaðar pekanhnetur
 • 2 x Dala Auður
 • Pískað egg
 • Gróft salt
 • Saxað rósmarín
 1. Affrystið smjördeigsplöturnar (ég keypti frosnar frá Findus og notaði tæplega 2 pakka).
 2. Skerið þær langsum, horn í horn til að búa til 16 þríhyrnda hluta.
 3. Raðið þeim á bökunarpappír í hring með breiðari endann inn að miðju og setjið alltaf hornið á næsta vel yfir hlutann sem er á undan.
 4. Smyrjið með sultu við miðjuna, stráið pekanhnetunum yfir og raðið osti allan hringinn (ég skar hvern ost í 8 hluta og raðaði þétt).
 5. Togið síðan mjórri endann yfir ostinn og festið í innanverðan hringinn, endurtakið þar til allt smjördeig hefur verið sett yfir ostinn
 6. Penslið með pískuðu eggi og stráið salti og rósmarín yfir.
 7. Bakið í um 20 mínútur og leyfið hitanum aðeins að rjúka úr. Osturinn bráðnar svolítið út fyrir hringinn en það er allt í lagi, getið skorið hann frá þegar hringurinn hefur aðeins náð að kólna.
 8. Hugmyndin kemur frá Tasty og hægt er að horfa á myndband frá þeim hér sem sýnir aðferðina vel. Ég hagræddi þó aðeins uppskriftinni og íslenskaði.
Bakaður ostur

Dala Auður er svo mikið uppáhalds þessa dagana, hreinlega elska þennan ost og vill nota hann í nánast allt, hahaha! Trönuberjasultu má kaupa tilbúna en mér finnst æðislegt að útbúa slíka í nóvember og eiga með öllum hátíðarmat fram á nýtt ár, getið fundið uppskrift að henni hér í þessari kalkúnafærslu en hún er einmitt mjög góð með slíkum.

Innbakaður Dala Auður í jólabúningi

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun