Krispí lakkríspinnar⌑ Samstarf ⌑

Ungir sem aldnir elska Rice Krispies gotterí í hvaða útgáfu sem er. Það er alveg sama hvað ég geri mikið af slíku, aldrei verður afgangur! Lykilatriði finnst mér að nota Síríus suðusúkkulaði og þykkt sýróp og vel af hvorutveggja! Það er gaman að leika sér með innihaldið og lakkrís fer einstaklega vel með Rice Krispies og súkkulaði svo hér hafið þið skemmtilega útfærslu af „hrískökuíspinnum“ sem finna má í kökubæklingi Nóa Síríus 2023, en bæklinginn finnið þið í öllum helstu matvöruverslunum landsins.

Krispí lakkríspinnar

24-28 stykki

 • 100 g smjör
 • 400 g Síríus suðusúkkulaði
 • 1 dós síróp (í grænu dósunum)
 • 300 g Síríus Eitt sett kurl
 • 340 g Rice Krispies
 • 24-28 stk. íspinnaprik
 • 150 g Síríus hvítir súkkulaðidropar (brætt)
 • Síríus karamelluskurl til skrauts
 1. Setjið smjör, suðusúkkulaði og sýróp í pott og bræðið saman við meðalháan hita.
 2. Leyfið blöndunni að „bubbla“ í nokkrar sekúndur í lokin, takið af hellunni og blandið Rice Krispies og saman við í nokkrum skömmtum og að lokum má lakkrískurlið fara út í og blandið vel.
 3. Setjið tvær arkir af bökunarpappír á plötu/bretti, skiptið blöndunni til helminga og dreifið úr henni c.a 30 x 15 cm á hvora plötu/bretti (miðið við að hafa blönduna um 3 cm þykka).
 4. Leggið annan bökunarpappír ofan á blönduna og þjappið með annarri bökunarplötu/bretti til að slétta aðeins úr. Reynið að hafa eins beint og hornlaga og þið getið.
 5. Þá er að stinga íspinnaprikunum í blönduna miðja með jöfnu millibili sitthvoru megin, þjappa síðan vel að með fingrunum og kæla í um klukkustund.
 6. Næst má skera blönduna í sundur eftir miðjunni og síðan á milli íspinnaprikanna sitthvoru megin.
 7. Að lokum má síðan skreyta pinnana með bræddu hvítu súkkulaði og karamellukurli.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun