Boost er alltaf gott, hvort sem það er í hádeginu, millimál eða síðdegis eins og við gerum ansi oft á þessu heimili til að detta ekki alveg á hvolf ofan í kexpakkann áður en kvöldmatur er undirbúinn.

Hér gerði ég ofureinfaldan jólaþeyting sem færir ykkur sannarlega jólaskapið og ekki er nú verra að fá sér smá hollustu í bland við allar piparkökurnar á næstunni!

Jólaþeytingur
Uppskrift dugar í 2 glös
- 1 banani
- 200 g vanilluskyr
- 200 ml vanillumjólk
- 20 g möndlur
- 1 msk. chiafræ
- ½ tsk. kanill
- ½ tsk. vanilludropar
- Um 10 klakar
- Allt sett í blandarann og þeytt vel saman.
- Skiptið næst niður í glös og njótið.

Ég notaði Kitchen Aid K400 blandarann minn sem ég fékk hjá Rafland fyrir nokkrum árum og hann er geggjaður! Svo öflugur, fallegur og góður svo ef ykkur langar í góðan blandara þá mæli ég 100% með!
