Jólaþeytingur⌑ Samstarf ⌑
góður boost drykkur

Boost er alltaf gott, hvort sem það er í hádeginu, millimál eða síðdegis eins og við gerum ansi oft á þessu heimili til að detta ekki alveg á hvolf ofan í kexpakkann áður en kvöldmatur er undirbúinn.

jólaboost

Hér gerði ég ofureinfaldan jólaþeyting sem færir ykkur sannarlega jólaskapið og ekki er nú verra að fá sér smá hollustu í bland við allar piparkökurnar á næstunni!

boost með kanil

Jólaþeytingur

Uppskrift dugar í 2 glös

 • 1 banani
 • 200 g vanilluskyr
 • 200 ml vanillumjólk
 • 20 g möndlur
 • 1 msk. chiafræ
 • ½ tsk. kanill
 • ½ tsk. vanilludropar
 • Um 10 klakar
 1. Allt sett í blandarann og þeytt vel saman.
 2. Skiptið næst niður í glös og njótið.
hollusta í desember

Ég notaði Kitchen Aid K400 blandarann minn sem ég fékk hjá Rafland fyrir nokkrum árum og hann er geggjaður! Svo öflugur, fallegur og góður svo ef ykkur langar í góðan blandara þá mæli ég 100% með!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun