Einfaldur ostabakki⌑ Samstarf ⌑
ostabakki

Hér er á ferðinni fljótlegur og ljúffengur ostabakki sem ég myndi reyndar kalla „Pandabakka“, þar sem guðdómlegu Panda súkkulaðikúlurnar spila stórt hlutverk. Nóvember verður brátt hálfnaður og jólin og allir þeir viðburðir sem þeim fylgja framundan. Aðventuboð, jóla saumaklúbbshittingar, vinnustaðahittingar, tónleikar og þar fram eftir götunum. Því er gott að fá hugmynd að fljótlegri en um leið algjörri lúxus lausn til að töfra fram góðar veitingar!

ostabakki hugmyndir

Gott er að blanda mismunandi ostum saman við ávexti, kex, kjöt og eitthvað sætt, þá getur þetta ekki klikkað!

einfaldur ostabakki

Þessar súkkulaðikúlur eru auðvitað eitthvað annað góðar!

hvað á að setja á ostabakkann

Einfaldur ostabakki

 • 1 poki af Panda jarðarberja kúlum
 • 1 poki af Panda karamellu kúlum
 • 1 poki af Panda saltlakkrís kúlum
 • 1 x Feykir ostur
 • 1 x Auður ostur
 • 1 x Höfðingi ostur
 • 1 x Dala hringur
 • Hráskinkubréf
 • Salamibréf
 • Brómber
 • Rambutan ávöxtur
 • Þurrkaðar fíkjur
 • Sulta að eigin vali
 • Kex að eigin vali
 • Blóm til að skreyta með (valkvætt)
 1. Setjið Pandakúlur í skálar og raðið öllu saman á bakka.
Eitthvað sætt með á ostabakkann

Gaman er að blanda saman mismunandi tegundum af Panda kúlum á svona ostabakka!

panda kúlur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun