Nautapottréttur í rauðvínssósu



⌑ Samstarf ⌑
haustmatur

Kósý vetraruppskriftir klikka seint og alltaf gaman að prófa nýjar útfærslur af slíkum. Stelpurnar mínar ELSKA svona mat svo það er óhætt að segja þetta sé sannkölluð fjölskyldumáltíð sem allir kunna að meta.

pottréttur með kartöflumús

Kartöflumús er eitt það besta sem þær fá með svona löguðu svo að sjálfsögðu útbjó ég slíka með þessum dýrindis pottrétti.

kartöflumús uppskrift

Nautapottréttur í rauðvínssósu

Fyrir um 6 manns

Pottréttur uppskrift

  • 1,2 kg nautainnlæri (í sneiðum), eða annað svipað nautakjöt
  • 1 stór laukur
  • 500 g gulrætur
  • 4 hvítlauksrif
  • 60 g hveiti
  • 750 ml vatn
  • 50 ml Oscar fljótandi nautakraftur
  • 500 ml rauðvín
  • 2 msk. tómatpúrra
  • 4 lárviðarlauf
  • 3 timiangreinar
  • Steikarkrydd
  • Salt + pipar
  • Ólífuolía til steikingar
  1. Skerið kjötið í bita (c.a 5 x 5 cm)
  2. Steikið það upp úr ólífuolíu, brúnið vel og kryddið eftir smekk. Steikja þarf kjötið í 2-3 skömmtum og geymið bitana síðan til hliðar á disk.
  3. Skerið laukinn niður í sneiðar og gulræturnar í bita, setjið í pottinn sem þið steiktuð kjötið í án þess að þrífa hann á milli. Bætið aðeins ólífuolíu saman við og leyfið að malla við meðalhita þar til laukurinn mýkist, rífið hvítlaukinn einnig saman við í lokin.
  4. Stráið hveitinu næst yfir grænmetið og hrærið aðeins í öllu saman og hellið síðan vatni, nautakrafti, rauðvíni og tómatpúrru saman við og hrærið vel saman.
  5. Setjið kjötið nú aftur í pottinn ásamt lárviðarlaufum og timian, náið suðunni upp að nýju og lækkið síðan alveg niður, setjið lokið á pottinn og leyfið að malla í 2 klukkustundir.
  6. Sjóðið kartöflur fyrir kartöflumúsina svo þær séu tilbúnar að þessum 2 klukkustundum liðnum.
  7. Takið lokið af pottinum eftir 2 klukkustundir og leyfið að malla áfram í um 15-20 mínútur á meðan þið útbúið kartöflumúsina. Saltið mögulega aðeins meira eða bætið við nautakrafti, allt eftir smekk.

Kartöflumús uppskrift

  • 1,3 kg kartöflur
  • 50 g smjör
  • 2 msk. sykur
  • 1 tsk. salt
  • 200 ml nýmjólk
  1. Sjóðið og flysjið kartöflurnar (eða öfugt, það má líka).
  2. Setjið þær í hrærivélarskálina ásamt smjöri, sykri og salti og blandið saman á lægstu stillingu.
  3. Bætið mjólkinni saman við í nokkrum skömmtum og skafið niður á milli.
fljótandi kraftur í pottréttinn

Fljótandi nautakraftur frá Oscar er minn uppáhalds kraftur og ég nota hann mikið í allri matargerð!

gott rauðvín með nautapottrétti

Gott rauðvínsglas passar síðan einstaklega vel með þessum rétti.

pottréttur

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun