Gulrótarkaka í jólabúningi



⌑ Samstarf ⌑
gulrótarkaka

Ég er að detta í jólagírinn, einhverjar seríur komnar upp og stelpurnar komnar með jólatré inn í herbergin sín. Það er því vel við hæfi að byrja að vinna jólauppskriftir og hér kemur fyrsta formlega jólauppskriftin í ár, þar sem ég tók Betty vinkonu mína á næsta „level“ og útkoman varð dásamleg og ljúffeng gulrótarkaka með kanilkeim.

gulrótarkaka

Skreytingin er þannig að hana ættu allir að ráða við svo ég mæli sannarlega með þessari köku á aðventunni.

gulrótarkaka

Gulrótarkaka í jólabúningi

Fyrir 10-12 manns

Gulrótarkökubotnar

  • 1 x Betty Crocker gulrótarkökumix
  • 4 egg
  • 130 ml Isio 4 matarolía
  • 200 ml vatn
  • 1 tsk. kanill
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 1 x Royal karamellubúðingur
  1. Hitið ofninn í 160°C og spreyið 3 x 15 cm kökuform vel að innan með matarolíuspreyi.
  2. Hrærið saman eggjum, vatni og olíu.
  3. Bætið gulrótarkökuduftinu saman við ásamt kanil og vanilludropum, blandið vel saman og skafið niður á milli.
  4. Bætið búðingsduftinu saman við í lokin og hrærið stutta stund í viðbót.
  5. Skiptið deiginu jafnt niður í formin og bakið í um 25 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á endanum, ekki blautu deigi.
  6. Kælið botnana og skerið síðan ofan af þeim áður en þið setjið krem á milli og skreytið.

Rjómaostakrem uppskrift

  • 2 x Betty Crocker Cream Cheese Icing
  • 200 g flórsykur
  • 2 tsk. vanilludropar
  1. Þeytið allt saman og skafið niður á milli.
  2. Smyrjið um 1 cm þykku lagi á milli botna og þekið kökuna með örþunnu lagi á hliðunum en um 1 cm þykku lagi á toppnum.
  3. Leyfið umfram magni að fara aðeins fram af brúninni þegar þið sléttið toppinn, takið síðan stóran kökuspaða til að slétta hliðina vel. Þá ýtist aðeins af umfram kreminu aftur upp á toppinn en í stað þess að „veiða“ það burt eins og gert er þegar þið viljið slétta kanta, þá leyfið þið því að standa svona ósléttu.

Skreyting

  • 3 tilbúnir piparkökukallar
  • Rósmaríngreinar
  • Gróft Til hamingju kókosmjöl
  • Mini sykurpúðar
  • Nokkrar Maltesers kúlur
  1. Stingið tveimur piparkökuköllum ofan á kökuna, setjið smá krem á þann þriðja og festið hann á hliðina.
  2. Setjið síðan nokkra sykurpúða, Malteserskúlur og smá kókosmjöl yfir kökuna ásamt því að stinga nokkrum rósmaríngreinum í hana.

Það er svo gaman að leika sér með kökumix, það lærði ég á meðan ég bjó í Bandaríkjunum!

Ég ákvað að prófa þetta Cream Cheese frosting í fyrsta skipti í stað vanillu og það er virkilega ljúffengt.

Hó, hó, hó!

jólakaka

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun