Einföld gulrótarkaka⌑ Samstarf ⌑
Rjómaostakrem uppskrift

Ég elska að leika mér með kökumix og bæta hinu og þessu saman við til að gera þau enn betri.

Gulrótarkaka

Hér er ég búin að taka Betty Crocker gulrótarkökumix og breyta því á einfaldan hátt yfir í undursamlega og djúsí köku. Ég elska síðan rjómaostakrem og því fáið þið útfærslu af slíku hér með í þetta skiptið.

Einföld gulrótarkaka

Einföld gulrótarkaka

Gulrótarkaka uppskrift

 • 1 x Betty Crocker gulrótarkökuduft
 • 4 egg
 • 200 ml Isio4 matarolía
 • 200 ml appelsínusafi
 • 1 msk. appelsínubörkur
 • 2 tsk. vanilludropar
 • 1 tsk. kanill
 • ½ tsk. engiferduft
 • 40 g rifnar gulrætur
 1. Hitið ofninn í 160°C.
 2. Spreyið hringlaga kökuform vel að innan með matarolíuspreyi.
 3. Pískið egg, olíu, appelsínusafa, appelsínubörk og vanilludropa saman í hrærivélarskálinni.
 4. Bætið gulrótarkökudufti, kanil og engiferdufti í hrærivélarskálina og hrærið áfram á meðalhraða og skafið niður á milli.
 5. Bætið að lokum rifnum gulrótum saman við og hellið í kökuformið.
 6. Bakið í um 35 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á endanum, ekki blautu deigi.

Rjómaostakrem uppskrift

 • 130 g rjómaostur við stofuhita
 • 60 g smjör við stofuhita
 • 280 g flórsykur
 • 1 tsk. vanilludropar
 1. Þeytið rjómaost og smjör saman stutta stund.
 2. Bætið flórsykrinum saman við í nokkrum skömmtum, skafið niður og þeytið á milli.
 3. Bætið að lokum vanilludropunum saman við og þeytið kremið þar til kekkjalaust og létt í sér.
 4. Smyrjið yfir efri hlutann á kökunni.
Betty Crocker gulrótarkaka

Þessi kaka kláraðist upp til agna á innan við sólarhring svo það segir það sem segja þarf!

Gulrótarkaka með rjómaostakremi

Mmmm….

Gulrótarkaka uppskrift

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun