Þristabrúnkur



⌑ Samstarf ⌑
Brownie uppskrift

Það er svo gaman að leika sér með kökumix og þessi útkoma er algjört dúndur!

Sætir bitar í veislu

Kakan sjálf er blaut í sér og síðan koma þristabitar inn á milli og vanillurjóminn og berin toppa þetta síðan allt saman!

Góður eftirréttur

Hægt er að baka kökuna með fyrirvara og frysta ef þið eruð með veislu og síðan skera í bita og skreyta samdægurs, mmmmmm!

Brúnkur með rjóma

Þristabrúnkur

16 stykki

Brúnkur

  • 1 pakki Betty Crocker Chocolate Fudge Cake mix
  • 1 egg
  • 50 ml Isio 4 matarolía
  • 100 ml vatn
  • 2 msk. bökunarkakó
  • 150 g Þristur (súkkulaði)
  1. Hitið ofninn í 160°C og takið til ferkantað kökuform um 25 x 25 cm að stærð. Gott er að klæða formið að innan með bökunarpappír og spreyja í hann matarolíuspreyi.
  2. Hrærið saman eggi, vatni, olíu og bökunarkakó.
  3. Bætið kökuduftinu saman við, blandið vel og skafið niður á milli.
  4. Skerið Þristinn í smáa bita og blandið saman við kökudeigið með sleikju, hellið í kökuformið.
  5. Bakið í um 22-25 mínútur og kælið áður en þið skerið í bita.
  6. Berið fram með vanillurjóma og ferskum berjum.

Vanillurjómi

  • 400 ml rjómi
  • 3 msk. flórsykur
  • Fræ úr einni vanillustöng
  • 2 tsk. vanilludropar
  1. Setjið allt saman í hrærivélarskálina og þeytið þar til topparnir halda sér.
  2. Berið fram með brúnkunum ásamt ferskum berjum.
Betty Crocker browniemix

Betty einfaldar sannarlega lífið!

Isio4 matarolía í baksturinn

Ég nota alltaf Isio4 matarolíu í baksturinn þegar beðið er um ljósa, daufa olíu.

Djúsí brownie

Mmmm……

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun