Supernachos



⌑ Samstarf ⌑
Mexíkó nachosréttur

Það er alltaf tími fyrir „Supernachos“ eða ofurflögurétt kannski á betri íslensku!

Súpernachos

Þessi réttur á vel við, hvort sem ykkur langar til þess að hafa hann í kvöldmat eða sem partýsnarl.

Nachosréttur

Supernachos

Nachos

  • 500 g nautahakk
  • 1 poki Old El Paso Tacokrydd
  • 1 krukka Old El Paso salsasósa
  • 1 poki Old El Paso Original nachosflögur
  • 1 dós svartar baunir (400 g)
  • Rifinn ostur
  • Isio 4 matarolía til steikingar
  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Steikið hakkið upp úr olíu og kryddið með Taco kryddi.
  3. Hellið salsa sósunni yfir í lokin og hitið aðeins.
  4. Raðið síðan í eldfast mót í eftirfarandi röð: Nachos flögur, hakk, ostur, svartar baunir…endurtakið síðan þar til allt er búið.
  5. Það má ýmist raða þessu hátt upp líkt og hér er gert eða dreifa betur úr hráefnunum í stóra ofnskúffu.
  6. Toppið síðan með fersku grænmeti og sýrðum rjóma (sjá tillögur að neðan).
  7. Einnig er gott að hafa auka nachos flögur í skál og njóta með Old El Paso ostasósu, guacamole eða salsasósu.

Toppur

  • Avókadó (1-2 stk)
  • Piccolo tómatar (1 box)
  • Sýrður rjómi (ein dós)
  • Jalapeno (má sleppa)
  • Kóríander
Old el paso nachos flögur

Mikilvægt er að hafa bara nóg af vel krydduðu og „sölsuðu“ hakki og enn meira af osti til að þetta verði djúsí og gott.

Loaded nachos

Mmmmm…..

Nachos með hakki og osti

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun