Jólabrownie⌑ Samstarf ⌑
Jólakaka

Hó, hó, hó! Ef þessi kaka kemur ykkur ekki í jólaskap þá veit ég ekki hvað!

Jólabakstur

Það er svo gaman að skreyta kökur eftir árstíðum, hátíðum og þema. Það er auðvelt að skera út jólatré úr skúffukökuformi og gaman að leika sér með matarliti og kökuskraut.

Jólatré kaka

Þessa köku ættu allir að ráða við svo ég hvet ykkur til þess að prófa á næstunni!

Brownie kaka

Jólabrownie

Brownie kaka

 • 2 x Betty Crocker Chocolate Fudge Brownie Mix
 • 3 egg
 • 100 ml Isio 4 matarolía
 • 150 ml vatn
 • 3 msk. bökunarkakó
 1. Hitið ofninn í 160°C.
 2. Setjið allt nema kökuduftið í hrærivélina og blandið saman.
 3. Bætið kökuduftinu við og hrærið vel, skafið niður á milli.
 4. Spreyið skúffukökuform (jólatrésform ef þið eigið til) vel að innan með matarolíuspreyi, hellið deiginu þar í og bakið í 30-35 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á endanum en ekki blautu deigi.
 5. Kælið alveg og skerið út jólatré ef þið eruð með skúffukökuform.

Krem og skreyting

 • 1 dós Betty Crocker Chocolate Fudge Icing
 • 2 dósir Betty Crocker Vanilla Icing
 • 250 g flórsykur
 • Grænn matarlitur
 • Kökuskraut
 1. Smyrjið súkkulaðikremi beint úr dósinni á allar hliðar og örlítið upp á kökuna (um 1 cm allan hringinn), einnig yfir „fótinn“ á trénu.
 2. Hrærið næst vanillukremi (báðum dósum) saman við flórsykurinn.
 3. Skiptið kreminu niður í 3 hluta og litið misdökka í grænum lit (það er samt líka í lagi að hafa bara einn lit, hitt ef þið eruð í stuði).
 4. Setjið í sprautupoka með hringlaga stút (um 1 ½ cm í þvermál), sprautið bústnar „doppur“ og dragið þær síðan niður með litlum kökuspaða og sprautið þá næstu (hér er sýnimyndband sem sýnir þessa tækni þó svo litasamsetning og skreyting sé önnur).
 5. Stráið jólalegu kökuskrauti yfir allt og njótið.
Betty Crocker í jólabaksturinn

Betty auðveldar lífið!

Einföld jólakaka

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun