Mokkamarengs



⌑ Samstarf ⌑
Marengs uppskrift

Ég veit ekki hvort þið munið eftir vatnsdeigslengjunum sem ég gerði fyrir Bolludaginn en sú fylling var svo brjálæðislega góð að ég ákvað að útfæra hana yfir á púðursykursmarengs. Útkoman varð þessi dásamlegi mokkamarengs sem er hinn fullkomni eftirréttur eða góðgæti með kaffinu.

Pavlova uppskrift

Namm þetta var svoooooo gott!

Marengskaka

Mokkamarengs uppskrift

Um 8 litlar pavlovur

Marengs uppskrift

  • 3 eggjahvítur
  • 3 dl púðursykur
  1. Hitið ofninn í 150°C.
  2. Þeytið eggjahvítur þar til þær fara aðeins að freyða.
  3. Bætið þá sykrinum saman við í nokkrum skömmtum og hrærið þar til stífþeytt.
  4. Sprautið marengs í „bollur“ á bökunarpappír, notið síðan bakhlið á teskeið til að móta holu ofan í þær og mynda þannig nokkurs konar skálar (til að fylla síðan með rjómanum).
  5. Bakið í 25 mínútur og leyfið að kólna með ofninum.
  6. Fyllið og skreytið.

Súkkulaðisósa

  • 100 g Toblerone
  • 50 ml rjómi
  1. Bræðið saman í potti og leyfið að ná stofuhita á meðan þið útbúið fyllinguna.

Fylling og skraut

  • 500 ml rjómi
  • 1 msk. fínmalað instant kaffiduft
  • 100 g smátt saxað Toffifee + annað eins til skrauts
  • Súkkulaðisósa (sjá uppskrift að ofan)
  • 8 heilir Toffifee molar
  • Blóm (má sleppa)
  1. Þeytið saman rjóma og instant kaffiduft.
  2. Blandið 100 g af söxuðu Toffifee varlega saman við með sleikju.
  3. Sprautið í marengsskálarnar og toppið með söxuðu Toffifee, heilu Toffifee, súkkulaðisósu og blómum.
Toffifee eitt besta nammið

Toffifee er svo gott nammi! Það er stórhættulegt fyrir mig að opna svona kassa því áður en ég veit af er hann búinn, tíhí!

Marengs og rjómi

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun