Bayonne skinka og hátíðarmeðlæti



⌑ Samstarf ⌑
Bayonne skinka uppskrift

Hér er á ferðinni guðdómlegur veislumatur. Bayonne skinka og ljúffengt meðlæti á vel heima á hátíðarborðum landsmanna sem og í sunnudagsmatnum.

Hvernig á að elda Bayonne eða Bæonne skinku

Reynir, mágur minn hringdi um daginn til að spyrja hvernig ætti að elda Bayonne skinku því hann hefði keypt slíka og fyndi ekki neina uppskrift á netinu. Ég ákvað því þar með að Bayonne skinka færi hingað inn og vonandi auðvelda ykkur sem ætlið að elda slíka í framtíðinni verknaðinn.

Bayonne skinka og meðlæti

Bayonne skinka og hátíðarmeðlæti

Fyrir 4-6 manns

Bayonne skinka uppskrift

  • Um 1,7 kg Bayonne skinka
  • Gljái (sjá uppskrift að neðan)
  • 1 l vatn
  1. Hitið ofninn í 150°C og setjið 1 l af vatni í ofnskúffu neðst í ofninum.
  2. Takið netið af skinkunni og setjið hana á ofngrind, penslið 1 x með gljáanum. Stingið kjöthitamæli inn í hana miðja og komið grindinni fyrir í ofninum fyrir ofan skúffuna með vatninu. Penslið 1-2 x á skinkuna á meðan hún er í ofninum.
  3. Eldið skinkuna með þessum hætti þar til kjarnhiti sýnir um 55°C og hækkið þá hitann á ofninum í 210°C og penslið aftur eina lokaumferð með gljáa. Eldið þar til kjarnhiti sýnir 67°C og leyfið þá skinkunni að standa í að minnsta kosti 15 mínútur áður en hún er skorin í sneiðar.
  4. Ef þið eigið ekki kjöthitamæli er gott að miða eldunartíma við 45 mín til klukkustund á hvert kíló.

Gljái uppskrift

  • 150 g púðursykur
  • 1 msk. dijon honey sinnep
  • 1 msk. tómatsósa
  • 1 msk. bbq sósa
  • 50 ml rjómi
  1. Bræðið allt saman í potti, leyfið að bubbla stutta stund og slökkvið svo á hellunni.
  2. Penslið á skinkuna áður og á meðan hún er í ofninum og nýtið einnig í sósuna.
góð sósa með jólamatnum

Sósa uppskrift

  • ½ rauðlaukur
  • 40 g smjör
  • 1 pakki TORO steikarsósa
  • 1 pakki TORO rauðvínssósa
  • 400 ml rjómi
  • 350 ml vatn
  • 3 msk. gljái (sjá uppskrift að ofan)
  • 1 msk. kjötkraftur
  • ¼ tsk. Cheyenne pipar
  • Salt og pipar eftir smekk
  1. Skerið laukinn smátt niður og steikið upp úr smjöri þar til hann mýkist.
  2. Bætið þá rjóma og vatni í pottinn og pískið bæði súpubréfin saman við.
  3. Setjið gljáa og kraft saman við og smakkið til með kryddum.
TORO sósa með jólamatnum

Rósakálsgratín

  • 1 poki ferskt rósakál
  • ½ laukur
  • 2 hvítlauksrif rifin
  • 20 g smjör
  • 1 msk. Bezt á allt krydd
  • 1 tsk. soyasósa
  • 100 ml rjómi
  • 50 g Primadonna ostur
  1. Snyrtið rósakálið og skerið til helminga.
  2. Sjóðið í um 7 mínútur og hellið vatninu þá af.
  3. Steikið lauk og hvítlauk upp úr smjöri þar til mýkist og bætið þá rósakálinu á pönnuna.
  4. Kryddið með Bezt á allt og soyasósu, hellið rjómanum yfir og leyfið aðeins að malla.
  5. Setjið þá í eldfast mót og rífið Primadonnu ost yfir.
  6. Bakið við 200°C í um 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og fer aðeins að gyllast.
Gratínerað rósakál

Ávaxtasalat

  • 2 gul epli
  • 150 g jarðarber
  • ½ banani
  • 40 g saxað suðusúkkulaði
  • 40 g saxaðar pekanhnetur
  • 250 ml þeyttur rjómi
  1. Flysjið og skerið eplin smátt niður ásamt jarðarberjum og banana.
  2. Blandið suðusúkkulaði og pekanhnetum saman við og loks þeytta rjómanum með sleikju.
ávaxtasalat með jólamatnum

Þegar við buðum Balla og Þyrí í rjúpur um síðustu helgi talaði Balli um að gera Waldorfsalat alltaf með banönum og jarðarberjum. Mér fannst þetta áhugaverð hugmynd og útbjó því mína útfærslu af þessu salati og var það dásamlega ferskt og sætt með matnum.

Sykraðar kartöflur

Karamellukartöflur

  • Um 900 g kartöflur
  • 200 g sykur
  • 30 g smjör
  • 50 ml rjómi
  1. Setjið sykurinn á pönnu við háan hita.
  2. Þegar hann byrjar að leysast upp þarf að lækka hitann, setja smjörið saman við og hræra vel saman.
  3. Næst má setja rjómann saman við og leyfa blöndunni aðeins að „bubbla“ og hella kartöflunum á pönnuna og velta upp úr karamellunni.
Bæonne skinka

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun