Það er fátt betra en fljótleg og ljúffeng smákökupanna, toppuð með ís og sósu!
Nói Síríus setti á dögunum á markað ný kökudeig, annars vegar Eitt Sett smákökudeig og hins vegar Pippsúkkulaðideig. Bæði eru undurgóð og ég gerði útfærslu af þeim fyrir kökubæklinginn í ár. Það er nefnilega hægt að gera ýmislegt annað við kökudeig en að skera þau niður í klassískar smákökur!
Hér fyrir neðan hafið þið útfærslu af piparmyntupönnu og lakkríspönnu með sitthvoru deiginu og ég mæli með að þið prófið hvorutveggja!
Piparmyntupanna
Fyrir um 8 manns
- 1 x Síríus tilbúið smákökudeig með Pippsúkkulaði frá Kötlu
- Vanilluís
- 150 g Síríus suðusúkkulaði með piparmyntubragði
- 150 ml rjómi
- Smjör til að smyrja með
- Hitið ofninn í 180°C.
- Smyrjið um 20-25 cm kökuform/eldfast mót/pönnu vel með smjöri.
- Pressið kökudeiginu jafnt yfir allan botninn (gott að taka það úr kæli um 30 mínútum áður en það er gert).
- Bakið í um 18 mínútur eða þar til kantarnir fara að gyllast.
- Útbúið sósuna á meðan með því að bræða saman suðusúkkulaði með piparmyntu og rjóma þar til slétt súkkulaðisósa myndast.
- Takið kökuna úr ofninum og berið fram með vanilluís og súkkulaðisósu.
Lakkríspanna
Fyrir um 8 manns
- 1 x Eitt Seatt tilbúið smákökudeig frá Kötlu
- Vanilluís
- 150 g Síríus Eitt sett súkkulaði
- 150 ml rjómi
- Smjör til að smyrja með
- Hitið ofninn í 180°C.
- Smyrjið um 20 cm kökuform/eldfast mót/pönnu vel með smjöri.
- Pressið kökudeiginu jafnt yfir allan botninn (gott að taka það úr kæli um 30 mínútum áður en það er gert).
- Bakið í um 18 mínútur eða þar til kantarnir fara að gyllast.
- Útbúið sósuna á meðan með því að bræða saman Eitt sett súkkulaði og rjóma þar til súkkulaðið er bráðið.
- Takið kökuna úr ofninum og berið fram með vanilluís og súkkulaðisósu.
