Yngri dóttir okkar og besta vinkona hennar eiga afmæli með eins dags millibili í mars og héldu þær saman uppá leikskólaafmælið sitt á dögunum.
Þar sem Frozen æði virðist hafa gripið landann, já og líklega allan heiminn kom ekkert annað til greina en Frozen partý hjá dömunum!
Við mömmurnar dúlluðum okkur við að föndra saman glimmer-kökupinna, snjókorna-bollakökur og að sjálfsögðu Elsu sjálfa.
Frozen bollakökur
Hægt er að notast við hvaða uppskrift af bollakökum sem er og hér var notast við litað blátt smjörkrem og stút 1M frá Wilton til að gera snúninginn og smá hvítu kökuskrauti stráð yfir. Snjókornin stungum við út kvöldinu áður úr Gumpaste og létum þorna á smjörpappír á borðinu. Þegar þau voru orðin hörð tókum við þurran pensil og hvítt perluduft og máluðum hvert og eitt og stungum í kremið.
Frozen kaka
Hér notuðum við hið hefðbundna Barbie-form frá Wilton ásamt því að baka einn kringlóttan botn til að stækka pilsið svolítið. Þá er kremi smurt á þann botn og „Barbie-pilsið“ sett þar ofaná, síðan skorið af köntunum á botninum til að línan á pilsinu haldi sér.
Barbie-dúkkunni er stungið í gegnum báða botnana og því næst er öll kakan hjúpuð með þunnu lagi af bláu smjörkremi. Síðan má skreyta kjólinn að vild og að sjálfsögðu er hægt að útbúa pils úr sykurmassa á hann líka. Að þessu sinni notuðum við stóra laufstúta í 3 mismunandi stærðum með tvílitu kremi fyrir pilsið, litlar stjörnur fyrir miðjuna og búkinn og að sjálfsögðu stráðum nóg af glimmer yfir.
Frozen kökupinnar
Hér veljið þið þá köku og krem sem þið viljið í kúlurnar og dýfið í blátt eða hvítt Candy Melts. Áður en það þornar alveg er svo nóg af silfruðu/bláu glimmeri stráð yfir allan pinnann. Hægt er að láta pinnana þorna upprétta eða á hvolfi og eru báðar útfærslur skemmtilegar.
Það var heldur betur líf og fjör í afmælinu og eins og svo oft áður fengum við hana Ingunni hjá Andlitsmálun Ingunnar til liðs við okkur og sló hún alveg í gegn með Frozen þema fyrir stelpurnar.
Afmælisskotturnar með öllum stelpunum á leikskólanum, skulum ekki ræða þessar hárkollur 🙂
Að sjálfsögðu var allt blátt og hvítt á afmælisborðinu og Pom-poms eru mikið í uppáhaldi hjá mér þessa dagana svo auðvitað fengu nokkur blá að skreyta afmælisborðið.
Mætti ég fà sent til mín á netfangið
Uppskriftir þínir af þessu stórkostlega afmæli?
Nice work !! 🙂
Æðislegt verk hjá þér 😉
Væri það mögulegt að fá sent uppskriftir af þessu glæsilega bakstursafmæli á netfangið mitt?
Rosalega vel gert!
Meistari!
með kærri kveðju,
Ragnhildur Pálsdóttir.
Sælar Inga og Sigrún
Afsakið seinagang í svörun en athugasemdir undanfarið hafa farið eitthvað framhjá mér 🙂
Ég nota gel-matarliti til að ná fram fallegum bláum lit, minnir ég hafi notað AmeriColor í þetta skiptið en annars eru DrOetker og Wilton mjög góðir líka.
Elsudúkkan var í þessum bláa bol sem ég svo sprautaði smjörkremi yfir, keypti hana í ToysRus á Korputorgi í upphafi árs.
Var barbie dúkkan í bláa bolnum þegar þú keyptir hana? Ef já, fékkstu hana?
Sælar
Váááá hvað allt er fallegt hjá þér 🙂 Langar svo að vita hvaða lit ertu að nota til að fá þennan fallega Frozen bláa lit á t.d. bollakökurnar ?????
Þetta er svakalega flott kaka hjá þér 🙂
Hvaða uppskrift notaðir þú í barbie kökuformið ?
kv. Sigrún
Sæl Sigrún og takk fyrir hrósið
Ég notaði þessa uppskrift hér í kökuna, https://www.gotteri.is/2014/03/30/rosakaka/
Hún dugar vel í eitt hringlaga form og svo í Barbie-formið sjálft. Ef þú átt ekki Barbie-form er vel hægt að baka 3-4 botna (mismunandi stóra) og skera pilsið út.
Bestu kveðjur,
Berglind
Kærar þakkir.. bý svo vel að eiga barbie-formið 🙂
kv. Sigrún
Sæl og takk fyrir æðislega síðu. mig langar að vita hvað geymast kökupinnarnir lengi? Eða með hvað miklum fyrirvara gæti ég verið verið búin með þá??
Bkv. Dísa
Sæl Dísa
Oft geri ég kúlurnar sjálfar alveg með 2-3 vikna fyrirvara og set í frystinn. Gott er að taka þær síðan úr frystinum að morgni, afþýða og setja aftur í kæli í amk 2 klukkustundir áður en byrjað er að dýfa til að allt frost sé farið úr þeim og þær aftur kaldar og stífar.
Það er síðan allt í lagi að dýfa þeim með 2-4 daga fyrirvara og geyma í kæli 🙂
Kv.Berglind
Flott kökuborð og flottar þessar alsælu prinsessur
Vá ég verð bara að segja að þetta er rosalega flott kökuborðið ykkar…Það hlítur að hafa verið gaman að eiga afmæli með þetta á boðstólnum..bara geggjað 🙂
Takk,takk – hvet ykkur eindregið til að prófa ykkur áfram, þetta er ekki svo flókið 🙂
Vá, en flott! Vildi að þetta væri mitt afmæli
Vá ég verð að hrósa þér fyrir þetta glæsilega kökuboð , rosalega er þetta fallegt 😉
Hæ,hæ mín kæra og takk fyrir hrósið 🙂
Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir strákaafmæli….
https://www.gotteri.is/2014/02/18/fotboltakaka/
https://www.gotteri.is/2013/11/12/hefdbundin-kitkat-kaka/
Svo er bara að prófa að notast við google, Pinterest og aðrar skemmtilegar síður – ég fæ flestar mínar hugmyndir þaðan
xxx Berglind
Vá snillingur viltu senda mér hugmynd af gauraafmæli 🙂 og aftur þú ert snillingur Berglind mín kv Elsa Lind