Kósýgrýta



Grýta með hakki

Um daginn tók ég út hakk úr frystinum og planið var að gera hakk og spaghetti í kvöldmat. Síðan rann dagurinn frá mér og ég hafði ekki komist í búð til að kaupa pastasósu né spaghetti og var ég næstum hætt við að nota hakkið. Ég ákvað að sjá hvað væri til í kotinu og viti menn, úr varð þessi undurljúffenga grýta sem kláraðist upp til agna!

kvöldmatur hugmyndir

Það tók enga stund að útbúa þennan rétt og hann verður klárlega gerður aftur á þessu heimili.

Einfaldur kvöldmatur uppskrift

Hver þarf hakk og spaghetti þegar hann getur fengið grýtu!

Einföld grýta með hakki

Kósýgrýta

  • 1 laukur
  • 500 g nautahakk
  • 100 g pastaslaufur
  • 100 g fyllt ostapasta
  • 5 msk. tómatsósa
  • 400 ml rjómi
  • 100 g pizzaostur
  • 1 msk. oreganó
  • Salt, pipar, paprikukrydd og hvítlaukskrydd eftir smekk
  • Ólífuolía til steikingar
  • Parmesan ostur yfir í lokin (má sleppa)
  1. Sjóðið báðar tegundir af pasta á meðan þið eldið hakkið sjálft.
  2. Saxið laukinn mjög smátt (þá fatta krakkar ekki það sé laukur í matnum).
  3. Steikið lauk og nautahakk upp úr ólífuolíu, kryddið eftir smekk.
  4. Hellið tómatsósu, rjóma og pizzaosti á pönnuna og hrærið vel þar til osturinn er bráðinn og rjómakennd sósa myndast, bætið oreganó á pönnuna og frekari kryddum eftir smekk.
  5. Sigtið pastað og bætið saman við.
  6. Þeir sem vilja geta síðan rifið parmesan ost yfir allt saman!
Hakkréttur með pasta

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun