Það eru alltaf einhver ný „trend“ í matarbloggheiminum og þetta er klárlega nýjasta nýtt! Ég hef gert ýmsar ídýfur með rjómaosti en aldrei neitt svona súper einfalt og gott!

Harpa Ólafs vinkona mín deildi Reelsi með svipaðri hugmynd og ég var ekki lengi að stökkva til og prófa og útbjó mitt eigið!
Jömmí!

Rjómaostadraumur
Rjómaostablanda
- 2 x Philadelpia Protein rjómaostur (2 x 175 g)
- Sesamgaldur
- Organic Liquid Garlic
- Organic Liguid Chili
- Rifinn Cheddar ostur
- Saxað stökkt beikon (6 sneiðar)
- Saxaður vorlaukur
- Smyrjið rjómaostinum á bakka
- Kryddið með Sesamgaldri
- Skvettið smá Organic Liquid (báðum bragðtegundum) yfir allt saman
- Stráið góðri lúku af Cheddar osti næst yfir, stökku beikoni og að lokum vorlauk.
Meðlæti
- Ritz kex
- Gulrætur
- Tómatar
- Agúrka
- Paprika
- Skerið niður í strimla það sem við á og dýfið í rjómaostablönduna.

Protein rjómaostur er snilld og passar vel fyrir þennan bakka!

Mmm….

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan