Partýbollur



⌑ Samstarf ⌑

Þið vitið að ég er mikil veislukona og nú eru fermingar í hámarki og útskriftir og brúðkaup yfirvofandi. Mér finnst því mikilvægt að koma reglulega með nýjar hugmyndir að veislumat hingað inn. Hér er því á ferðinni ofureinfaldur og góður pinnamatur með asísku ívafi!

Ég ákvað að færa rjómaostafylltar fiskibollur aðeins yfir til Asíu og mikið sem þetta fór allt vel saman, algjört dúndur, namm!

Partýbollur

  • 1 poki Gríms smáfiskibollur með rjómaostafyllingu
  • 230 g sykur
  • 1 appelsína (safinn)
  • 120 ml ananassafi
  • 3 msk. soyasósa
  • 60 ml hvítvínsedik
  • 1 tsk. rifið engifer
  • 1 tsk. rifinn hvítlaukur
  • 30 g kartöflumjöl
  • 100 ml vatn
  • Graslaukur, kóríander og sesamfræ til skrauts
  1. Hitið bollurnar við 180°C í ofni í um 12 mínútur.
  2. Setjið sykur, appelsínu- og ananassafa, soyasósu, hvítvínsedik, engifer og hvítlauk saman í pott og hitið að suðu, leyfið síðan að malla við vægan hita stutta stund.
  3. Pískið saman vatn og kartöflumjöl, bætið saman við og aukið hitann að nýju skamma stund. Pískið vel og lækkið síðan hitann alveg niður og leyfið að malla í um 5 mínútur.
  4. Veltið bollunum næst upp úr sósu, raðið þeim á disk og stingið pinna í hverja og eina.
  5. Toppið með söxuðum graslauk, kóríander og sesamfræjum.

Þessar rjómaostafylltu fiskibollur komu sannarlega á óvart, virkilega góðar og þennan rétt er ofureinfalt að útbúa!

Mmmm……

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun