Spaghetti með sveppum og spínati⌑ Samstarf ⌑
Einfaldur pastaréttur

Ég fékk yfir mig mikið „kreivíng“ að útbúa einhvern góðan pastarétt. Ég elska pasta og rjómalagað skemmir alls ekki fyrir. Það þarf síðan alls ekki að vera kjöt til þess að pastaréttur komi vel út! Þessi var eins og á lúxus veitingastað og allir elskuðu hann, sagði stelpunum bara ekkert frá hvítvíninu fyrr en eftir matinn því annars hefðu þær eflaust ekki borðað, hahaha!

pasta með sveppum

Það er nefnilega þannig að þó að maður setji vín út í mat þá gufar allur vínandi upp í hitanum og einungis gott bragð situr eftir líkt og hér.

Gott pasta með sveppum og spínati

Spaghetti með sveppum og spínati

Fyrir um 4 manns

 • 400 g Dececco spaghetti
 • 1 stk. skalottlaukur
 • 3 rifin hvítlauksrif
 • 250 g sveppir (portobello + kastaníu í bland)
 • 50 g spínat
 • 100 ml Muga hvítvín
 • 300 ml rjómi
 • 40 g parmesan ostur (rifinn) + meira til að bera fram með
 • Smjör og ólífuolía til steikingar
 • Salt og pipar eftir smekk
 • Ristaðar furuhnetur
 1. Sjóðið spaghetti í vel söltu vatni samkvæmt leiðbeiningum á pakka á meðan annað er undirbúið.
 2. Saxið skalottlaukinn smátt og steikið upp úr smjöri og olíu við vægan hita, aðeins til að mýkja hann. Saltið og piprið aðeins.
 3. Skerið á meðan sveppina í sneiðar og bætið þeim ásamt hvítlauk á pönnuna. Hér þarf að bæta við smá meira smjöri og/eða olíu og steikja þar til sveppirnir mýkjast og safinn af þeim gufar upp af pönnunni.
 4. Hellið þá hvítvíninu yfir sveppablönduna og hækkið hitann vel, leyfið víninu að gufa upp og bætið þá smá smjöri/olíu á pönnuna ásamt spínatinu.
 5. Um leið og spínatið mýkist og skreppur saman má bæta rjóma og rifnum parmesanosti saman við og hræra þar til osturinn bráðnar.
 6. Kryddið til með salti og pipar og hrærið soðnu spaghetti saman við þegar það er tilbúið.
 7. Toppið með smá pipar, rifnum parmesanosti og ristuðum furuhnetum.
Spaghetti frá Dececco

Dececco pasta fæst í Fjarðarkaup og einnig er það að hluta til í Nettó og Iceland.

Pastaréttur uppskrift

Það er fátt betra en gott pasta sem tekur aðeins um 20 mínútur að útbúa!

Hvítvín með pasta

Ískalt hvítvín fer einstaklega vel með þessum pastarétti!

Góður pastaréttur

Mmm….

hvítvínspasta

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun