Pestópasta með kjúklingi



⌑ Samstarf ⌑
einfaldur pastaréttur

Jæja, þá er það fyrsta uppskrift eftir gott sumarfrí!

pestópasta

Eftir mikið af grillmat, út að borða og alls konar sukki í fríinu kallaði pasta á mig sem fyrsta uppskrift sem ég eldaði hér heima!

ítalskt pasta

Þetta var hrikalega góður réttur og ungir sem aldnir borðuðu vel. Stelpurnar kusu reyndar frekar að rífa parmesan ost fyrir sitt pasta en það þýddi bara meiri burrata handa okkur Hemma, haha!

pasta með burrata osti

Pestópasta með kjúklingi

Fyrir um 4 manns

  • 3 x kjúlingabringa
  • 1 pakki Dececco spaghetti
  • 3 hvítlauksrif (rifin)
  • 300 g kirsuberja/piccolo tómatar
  • 150 g grænt Filippo Berio pestó
  • 3 msk. basilika (söxuð)
  • Salt, pipar, hvítlauksduft
  • Ólífuolía til steikingar
  • 1 x Burrata ostur
  1. Skerið kjúklingabringurnar í bita, steikið upp úr ólífuolíu og kryddið eftir smekk, geymið.
  2. Sjóðið næst spaghetti á meðan annað er undirbúið.
  3. Steikið næst tómatana í olíu við meðalhita í um 5 mínútur, bætið hvítlauknum við síðustu mínútuna og leggið til hliðar á disk.
  4. Setjið næst pestó og basiliku á pönnuna og blandið saman þar til heitt.
  5. Hellið síðan öllu saman á pönnuna með pestóinu, kjúkling, spaghetti og tómötum og blandið létt saman.
  6. Toppið að lokum með ferskum burrata osti og basilikulaufum og berið fram með góðu hvítlauksbrauði.
dececco pasta í matinn

Pestópasta og hvítvín er fullkomin tvenna!

muga hvítvín með pastanu

Mmm…

spaghetti með pestó

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun