Grillaðar kjúklingabringur og grænmeti



⌑ Samstarf ⌑
kjúklingabringur á grillið

Sumarið leikur við okkur þessa dagana og hér kemur einn dásamlegur réttur á grillið!

grillaðar kjúklingabringur

Kjúklingabringur, ofnbakaðar kartöflur (líka hægt að grilla á grillpönnu), fylltir sveppir og köld sósa, einfalt og frábærlega gott!

Kjúklingabringur og grænmeti

Fyrir um 4 manns

Kjúklingabringur

  • 4 marineraðar Ali kjúklingabringur með hvítlauk og kryddjurtum
  1. Grillið á vel heitu grilli í 6-8 mínútur á hvorri hlið.
  2. Hvílið í um 10 mínútur áður en þið skerið niður.
  3. Berið fram með fylltum sveppum, ofnbökuðum kartöflum og kaldri sósu (ég keypti tilbúna).

Fylltir portobello sveppir

  • 4-6 portobello sveppir
  • Rifinn piparostur (1 box)
  1. Skerið stöngulinn úr og aðeins innan úr sveppunum.
  2. Fyllið með rifnum piparosti og grillið í um 15 mínútur á efri grind/við óbeinan hita (ég setti sveppina á grillið við óbeinan hita jafn lengi og kjúklingurinn var á og það passaði fínt).

Sætar kartöflur í ofni

  • 700 g sætar kartöflur
  • Ólífuolía
  • Salt, pipar og hvítlauksduft
  1. Hitið ofninn í 190°C.
  2. Flysjið kartöflurnar og skerið niður í litla teninga.
  3. Setjið í ofnskúffu og hellið 2-3 msk. af ólífuolíu yfir ásamt kryddi (eftir smekk) og blandið saman.
  4. Bakið í ofninum í um 35 mínútur eða þar til kartöflurnar eru mjúkar í gegn.
Marineraðar kjúklingabringur frá Ali

Þessar marineruðu bringur frá Ali eru æðislegar! Til í alls konar bragðtegunum og ég ætla klárlega að smakka fleiri tegundir á næstunni!

marineraðar kjúklingabringur

Mmmmm….

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun