Ef þið viljið eitthvað einfalt og undurgott, þá hafið þið það hér!

Kartöflusalatið má útbúa með smá fyrirvara og þá þarf aðeins að grilla steikurnar og góð máltíð er tilbúin á kortéri! Ég veit ekki af hverju mér hefur ekki dottið Bernaise kartöflusalat í hug fyrr en þetta var algjör snilld!

Ribeye með Bernaise kartöflusalati
Fyrir um 4 manns
Bernaise kartöflusalat
- 700 g soðnar kartöflur
- 100 g Hellmann‘s majónes
- 100 g tilbúin Bernaise sósa í flösku/dós
- 1 msk. estragon
- 2 tsk. Dijon sinnep
- ½ tsk. pipar
- 3 msk. saxaður vorlaukur/graslaukur
- Pískið majónes, Bernaise sósu, estragon, sinnep og pipar saman í skál.
- Skerið kartöflunar niður í bita (c.a 4 hluta hverja, eftir stærð samt), hellið majónesblöndunni yfir ásamt vorlauknum og blandið varlega saman með sleikju.
- Geymið í ísskáp á meðan þið grillið steikurnar.
Ribeye steik
- 3-4 Ribeye steikur (eftir stærð)
- 300 ml Kikkoman soyasósa
- Smjör + pipar
- Þerrið steikurnar og setjið í skál, hellið soyasósunni yfir og leyfið steikunum að marinerast í um 30 mínútur.
- Grillið á vel heitu grilli þar til kjarnhiti er í kringum 52° C ef þið viljið hafa hana vel blóðuga, snúið reglulega. Grillið aðeins lengur ef þið viljið hana betur eldaða.
- Takið af grillinu þegar æskilegum kjarnhita er náð, nuddið á steikurnar smjöri og piprið, leyfið þeim síðan að hvíla í að minnsta kosti 10 mínútur þar til þið skerið niður.
- Njótið með Bernaise kartöflusalati og beikonvöfðum aspas.

Majónes í bland við tilbúna Bernaise sósu fullkomnar þetta kartöflusalat!

Soyamarinerað nautakjöt er mitt uppáhald!
