Ég fæ mér alltaf bræðing á Subway og þegar ég fékk þessi undurmjúku brioche pylsubrauð í hendurnar ákvað ég að leika slíka samloku eftir og útkoman var alveg upp á 10!

Öll fjölskyldan elskaði þessar samlokur og ég myndi segja þær séu fullkomnar sem hádegisverður, kvöldverður eða sem nesti í bakpokann eða ferðalagið!

Bræðingur í Brioche brauði
4 samlokur
- 4 x United Bakeries Brioche pylsubrauð
- 8 ostsneiðar
- Sinnepssósa
- Kál
- 12 tómatsneiðar
- 12 agúrkusneiðar
- Rauðlaukur
- 8 skinkusneiðar
- 8 kalkúnaskinkusneiðar
- 8 beikonsneiðar (stökkar)
- Salt og pipar
- Hitið ofninn í 200°C.
- Skerið brauðið í sundur, setjið ost ofan á sneiðarnar og ristið í ofninum í um 3 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og brauðið orðið heitt/aðeins ristað.
- Skiptið hráefnunum á milli brauðanna og setjið sinnepssósu yfir allt eftir smekk og njótið.

Þessi Brioche brauð eru æðislega góð, það má setja í þau pylsu, útbúa úr þeim samloku eða hvað sem hugurinn girnist!
