Bakaður bláberja hafragrautur⌑ Samstarf ⌑
góður hafragrautur

Hollustan á það aðeins til að gleymast á mínu heimili yfir sumartímann og mig grunar að það sé þannig hjá fleirum! Ég sá svipaða hugmynd á netinu um daginn og hugsað með mér að þetta þyrfti ég að prófa. Það væri varla hægt að gera köku-hafragraut í morgunmat sem væri í senn hollur og góður en viti menn, það er sko heldur betur hægt!

volgur hafragrautur með grískri jógúrt

Við toppuðum grautinn með grísku jógúrti og hunangi og þetta var alveg hreint dásamlegt! Ef þið klárið ekki allt saman má setja smá skammta í poka/lítil box og frysta og hita síðan upp þegar ykkur langar í.

hollur hafragrautur

Bakaður bláberja hafragrautur

 • 250 g Til hamingju tröllahafrar
 • 100 g Til hamingju pekanhnetur (saxaðar)
 • 300 g fersk bláber
 • 2 þroskaðir bananar (230 g)
 • 310 g möndlumjólk
 • 40 g möndlusmjör
 • 50 g hlynsýróp
 • 40 g kókosolía (brædd)
 • 1 ½ tsk. lyftiduft
 • 2 tsk. kanill
 • 1 tsk. salt
 • 3 msk. púðursykur
 • 3 msk. Til hamingju kókosflögur
 • Grísk jógúrt + hunang (meðlæti)
 1. Hitið ofninn í 175°C og smyrjið c.a 20 x 30 cm stórt form að innan með smjöri.
 2. Blandið tröllahöfrum, pekanhnetum og helmingnum af bláberjunum saman í skál og geymið. Restin af bláberjunum fer yfir í lokin.
 3. Stappið bananana og pískið saman við möndlumjólk, möndlusmjör, hlynsýróp og brædda kókosolíu.
 4. Bætið næst lyftidufti, kanil og salti saman við blönduna og pískið vel áfram.
 5. Hellið þá hafrablöndunni saman við og blandið saman við með sleikju og hellið í formið.
 6. Stráið að lokum púðursykri, kókosflögum og restinni af bláberjunum yfir og bakið í 35-40 mínútur.
 7. Njótið með grískri jógúrt og hunangi.
Til hamingju hafrar í hafragrautinn

Ég nota tröllahafrana líka í kalda hafragrauta og finnst mér þeir einnig æðislegir með bláberjum og einhverju góðu ofan á!

bakaður hafragrautur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun