Tiramisu morgunverðargrautur



⌑ Samstarf ⌑
Morgunverðargrautur

Ójá, þetta er eins gott og það hljómar!

Morgunverðargrautur

Harpa Ólafs vinkona mín var að bralla þetta um daginn og ég fékk hana til að senda mér samsetninguna og prófaði loksins. Útkoman var alveg geggjuð og þarna er hægt að sameina kaffibollann og morgunmatinn á einum stað, hahaha! Fyrir ykkur sem ekki viljið koffein þá má að sjálfsögðu notast við koffeinlaust slíkt!

Chia grautur uppskrift

Tiramisu morgunverðargrautur

Uppskrift dugar í tvö glös/krukkur

Morgunverðargrautur uppskrift

  • 40 g Til hamingju tröllahafrar
  • 30 g Til hamingju chiafræ
  • 1 msk. bökunarkakó
  • 130 ml mjólk að eigin vali
  • 60 ml sterkt kaffi
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 1 tsk. sýróp
  1. Setjið allt saman í skál/könnu, hrærið saman og skiptið niður í glös.
  2. Plastið og geymið í ísskáp í lágmark 2 klukkustundir eða yfir nótt.

Toppur

  • 2 msk. grísk jógúrt
  • Bökunarkakó
  • Smá saxað súkkulaði
  1. Toppið með grískri jógúrt, sigtið bökunarkakó yfir og setjið smá saxað súkkulaði og njótið.
Tröllahafrar í morgunverðargrautinn

Ég nota alltaf tröllahafra þegar ég geri kaldan hafragraut. Það tekur enga stund að hræra í svona graut og gott að eiga til að grípa með sér í nesti næsta dag eða njóta heima.

Kaldur hafragrautur uppskrift

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun