Karamellu brúnka af einföldustu sort



⌑ Samstarf ⌑
brúnka uppskrift

Ég elska að leika mér með kökumix og hef alltaf gert! Það er alltaf að bætast í úrvalið hér á Íslandi og ég mátti til með að prófa þetta karamellumix og krem frá uppáhalds Betty! Hér er á ferðinni undursamleg brúnka með karamellu, jömmí!

karamellukaka

Mæli með að þið prófið!

Brownie kaka

Karamellu brúnka af einföldustu sort

Brownie kaka

  • 1 x Betty Crocker Brownie Mix – Salted Caramel
  • 2 msk. bökunarkakó
  • 2 egg
  • 40 ml Isio matarolía
  • 70 ml vatn
  1. Hitið ofninn í 160°C.
  2. Setjið egg, olíu og vatn í skál og pískið saman.
  3. Bætið kökumixi og bökunarkakói saman við og hrærið þar til slétt.
  4. Setjið bökunarpappír í botninn á um 20×20 cm kökuformi og spreyið að innan með matarolíuspreyi/penslið með matarolíu.
  5. Setjið helming deigsins í formið, hitið næst karamelluna sem fylgir með í kassanum í örbylgjunni í um 20-30 sekúndur og „drisslið“ yfir.
  6. Setjið að lokum restina af kökudeiginu yfir karamelluna og bakið í um 22-25 mínútur eða þar til kantarnir fara aðeins að dökkna.
  7. Kælið alveg og skerið í bita, berið fram með þeyttu karamellukremi (sjá uppskrift að neðan).

Karamellukrem

  • 1 dós Betty Crocker Salted Caramel frosting
  • 100 g flórsykur
  • 1 tsk. vanillusykur
  1. Þeytið saman þar til létt og fallegt krem hefur myndast.
  2. Berið fram með brownie kökubitunum og hver og einn getur skammtað sér að vild. Einnig væri hægt að smyrja kreminu yfir áður en kakan er skorin í bita.
Karamellu brownie

Betty stendur fyrir sínu!

salted caramel frosting

Mmmm……

brownie

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun