Ég elska að leika mér með kökumix og hef alltaf gert! Það er alltaf að bætast í úrvalið hér á Íslandi og ég mátti til með að prófa þetta karamellumix og krem frá uppáhalds Betty! Hér er á ferðinni undursamleg brúnka með karamellu, jömmí!

Mæli með að þið prófið!

Karamellu brúnka af einföldustu sort
Brownie kaka
- 1 x Betty Crocker Brownie Mix – Salted Caramel
- 2 msk. bökunarkakó
- 2 egg
- 40 ml Isio matarolía
- 70 ml vatn
- Hitið ofninn í 160°C.
- Setjið egg, olíu og vatn í skál og pískið saman.
- Bætið kökumixi og bökunarkakói saman við og hrærið þar til slétt.
- Setjið bökunarpappír í botninn á um 20×20 cm kökuformi og spreyið að innan með matarolíuspreyi/penslið með matarolíu.
- Setjið helming deigsins í formið, hitið næst karamelluna sem fylgir með í kassanum í örbylgjunni í um 20-30 sekúndur og „drisslið“ yfir.
- Setjið að lokum restina af kökudeiginu yfir karamelluna og bakið í um 22-25 mínútur eða þar til kantarnir fara aðeins að dökkna.
- Kælið alveg og skerið í bita, berið fram með þeyttu karamellukremi (sjá uppskrift að neðan).
Karamellukrem
- 1 dós Betty Crocker Salted Caramel frosting
- 100 g flórsykur
- 1 tsk. vanillusykur
- Þeytið saman þar til létt og fallegt krem hefur myndast.
- Berið fram með brownie kökubitunum og hver og einn getur skammtað sér að vild. Einnig væri hægt að smyrja kreminu yfir áður en kakan er skorin í bita.

Betty stendur fyrir sínu!

Mmmm……
