„Pulled pork“ borgari með sumarlegu hrásalati



⌑ Samstarf ⌑
pulled pork borgari

„Pulled Pork“, eða rifið grísakjöt er eitt af okkar uppáhalds! Að þessu sinni var ég að prófa nýja tegund af hamborgarabrauði og almáttugur minn, þessi brauð eru eitthvað annað góð! Minna mig helst á „Dinner Rolls“ brauðin eins og hægt er að fá í Ameríkunni og eru alveg dásamleg!

fljótlegur borgari

Vöfflufranskar passa síðan vel með og þetta ferska hrásalat var undursamlegt.

ferskt hrásalat

„Pulled pork“ borgari með sumarlegu hrásalati

Fyrir 4-6 manns

  • 6-8 Brioche hamborgarabrauð frá United bakeries
  • 700 g rifið grísakjöt (keypt tilbúið)
  • Majónes
  • Blaðsalat
  • Beikonsneiðar (stökkar)
  • Kóríander
  • Sumarlegt hrásalat (sjá uppskrift að neðan)
  1. Útbúið hrásalatið og geymið í kæli fram að notkun.
  2. Hitið kjötið og brauðin. Best finnst mér að setja brauðin í álpappír og hita í ofni við 200°C í nokkrar mínútur.
  3. Raðið borgaranum síðan saman, brauð, kál, majónes, rifið grísakjöt, hrásalat, beikon, kóríander og næsta brauð.
  4. Njótið með frönskum eða öðru sem hugurinn girnist.

Sumarlegt hrásalat

  • 200 g rauðkál
  • 150 g gulrætur
  • 2 msk. saxaður graslaukur
  • 1 msk. ólífuolía
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 1 tsk. hvítvínsedik
  • ½ tsk. salt
  1. Skerið rauðkálið þunnt niður (helst með mandólíni)
  2. Rífið gulræturnar með grófu rifjárni.
  3. Blandið næst öllu saman og geymið í kæli fram að notkun.
Brioche brauð

Mæli með að þið prófið þessi hamborgarabrauð, þau eru æðisleg!

hamborgari með rifnu grísakjöti

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun