Léttur bbq kjúklingaréttur⌑ Samstarf ⌑
kjúklingaréttur með bbq sósu

Hér kemur einn léttur og sumarlegur réttur sem ég fékk frá henni Heiðrúnu hjá HN Gallery um daginn þegar ég óskaði eftir sumaruppskriftum frá ykkur! Hann er einfaldur, fljótlegur og brakandi góður, mæli með að þið prófið! Ég mæli líka með að þið kíkið á síðuna hennar og skoðið allt það fallega sem þar er í boði!

hollur kjúklingaréttur

Við höfðum hann í kvöldmatinn en hún bauð til dæmis upp á hann á hlaðborði í skírn hjá ömmustráknum sínum svo það má notað þessa uppskrift eins og ykkur hentar.

góður kjúklingaréttur

Mmmm….

kjúklingaréttur uppskrift

BBQ kjúklingaréttur

Fyrir um 4 manns

 • 3-4 kjúklingabringur (eftir stærð)
 • 8 msk Heinz Sweet bbq sósa
 • ¾ agúrka
 • Piccolo tómatar (1 box)
 • 2 avókadó
 • ½ krukka fetaostur með olíu
 • 1 lúka ristaðar furuhnetur
 • 2 lúkur mulið  nachos
 • Ólífuolía til steikingar
 • Kjúklingakrydd
 1. Skerið kjúklinginn í bita, steikið upp úr olíu og kryddið eftir smekk.
 2. Þegar hann er eldaður í gegn má slökkva á hellunni, setja bbq sósuna yfir, blanda saman og leyfa hitanum aðeins að rjúka úr á meðan þið skerið niður grænmetið.
 3. Skerið tómata, agúrku og avókadó niður og setjið í skál, blandið saman ásamt fetaosti og furuhnetum.
 4. Setjið næst kjúklinginn yfir grænmetið og að lokum mulið nachos.
besta bbq sósan

Heinz Sweet bbq sósan er mín allra uppáhalds og það er algjör óþarfi að spara hana, tíhí!

stella artois bjór

Stella fer síðan einstaklega vel með þessum bbq rétti!

kjúklingaréttur með nachos

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun