Grillað kjúklinga taco



⌑ Samstarf ⌑
Taco með hrásalati og guacamole

Taco stendur alltaf fyrir sínu og gaman að prófa eitthvað nýtt í þeim efnum. Hér er á ferðinni grillaður kjúklingur í grilluðum tortillum með fersku hrásalati og guacamole, nammigott!

kjúklinga taco

Hugmyndina sá ég hjá Tatyanas Everyday Food og útfærði aðeins eftir mínu höfði.

Kjúklingataco

Grillað kjúklinga taco

Fyrir um 4 manns

  • 700 g úrbeinuð kjúklingalæri
  • 40 g Hellmann‘s majónes
  • 1 sítróna (safinn)
  • 1 msk. ólífuolía
  • 2 tsk.salt
  • 1 tsk. pipar, hvítlauksduft, laukduft, paprikuduft
  • Old El Paso Street Market Tortillas (mini) 1 pakki
  • Ferskt hrásalat (sjá uppskrift að neðan)
  • Guacamole (sjá uppskrift að neðan)
  • Hellmann‘s Chilli majónes
  1. Blandið majónesi, sítrónusafa, olíu og kryddum saman í skál og veltið kjúklingnum upp úr blöndunni svo hann hjúpist allur.
  2. Setjið plast yfir og í ísskáp í að minnsta kosti klukkustund (yfir nótt líka í lagi).
  3. Grillið kjúklinginn og skerið í strimla.
  4. Grillið tortilla kökurnar á heitu grillinu og raðið síðan öllu saman í hverja vefju, fyrst guacamole, næst hrásalati, síðan kjúkling og loks chilli majónesi.

Ferskt hrásalat uppskrift

  • 250 g rauðkál
  • 250 g hvítkál
  • 1 lime (safinn)
  • 1 msk. ólífuolía
  • 2 msk. kóríander (saxað)
  • Salt og pipar
  1. Skerið rauðkál og hvítkál í eins þunna strimla og þið getið, setjið í skál.
  2. Bætið lime safa, ólífuolíu og kóríander saman við og blandið öllu saman.
  3. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.

Guacamole uppskrift

  • 2 stór avókadó
  • 1 lime (safinn)
  • ½ rauðlaukur (fínt saxaður)
  • 2 tómatur (skornir í teninga)
  • 2 hvítlauksrif (rifin)
  • 2 msk. kóríander (saxað)
  • 1 msk. Hellmann‘s majónes
  • Salt og pipar
  1. Stappið avókadó gróft og blandið öllu saman í skál.
  2. Smakkið til með salti og pipar.
vefjur

Brakandi sumarlegt, ferskt og gott!

majónes í guacamole

Mmm…..

Tacos

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun